Hreyfifærni barna í grunnskóla í Reykjavík

Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hver hreyfifærni barna sé í tilteknum grunnskóla í Reykjavík fyrir börn með hegðunar,- og tilfinningavanda, í samanburði við aðrar rannsóknir. Aðferð: Þátttakendur rannsóknarinnar voru 17 talsins. Þátttakendur voru allir nemendur í tilteknum grunnskó...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: María Gróa Pétursdóttir 1994-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36322
Description
Summary:Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hver hreyfifærni barna sé í tilteknum grunnskóla í Reykjavík fyrir börn með hegðunar,- og tilfinningavanda, í samanburði við aðrar rannsóknir. Aðferð: Þátttakendur rannsóknarinnar voru 17 talsins. Þátttakendur voru allir nemendur í tilteknum grunnskóla í Reykjavík. Þátttakendur framkvæmdu fimm hreyfifærnipróf; kasta og grípa, kasta baunapoka í hring, jafnvægi á öðrum fæti, ganga hæl í tá og hoppa á öðrum fæti. Prófin innihéldu grófhreyfingu og jafnvægi. Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að börn í Grunnskóla X væru að koma verr út úr boltafærni og jafnvægisprófum í samanburði við aðrar rannsóknir. Grunnskóli X er marktækt lakari í þeim prófum sem tekin voru í samanburði við niðurstöður fyrri rannsókna. Leggja þarf mat á eflingu hreyfifærni barna í Grunnskóla X. Ályktanir: Þær rannsóknir sem benda til að börn með greiningar á borð við ADHD séu lakari þegar kemur að hreyfifærni styðjast þegar litið er til niðurstaðna úr þessari rannsókn. Í framhaldi af þessum niðurstöðum væri æskilegt að innleiða inngrip í Grunnskóla X með áherslu á að efla hreyfifærni barna.