Handbók afkastamælinga á handknattleiksliðum : samstarf HR og HSÍ

Ritgerð þessi er til B.Sc. prófs í íþróttafræðum við Íþróttafræðdeild við Háskólann í Reykjavík, HR. Efni hennar er handknattleikur og þær afkastamælingar sem hafa verið gerðar á A-landsliðum sem og yngri landsliðum Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, frá árinu 2016 í samstarfi við Íþróttafræði HR....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Baldvin Fróði Hauksson 1993-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36299
Description
Summary:Ritgerð þessi er til B.Sc. prófs í íþróttafræðum við Íþróttafræðdeild við Háskólann í Reykjavík, HR. Efni hennar er handknattleikur og þær afkastamælingar sem hafa verið gerðar á A-landsliðum sem og yngri landsliðum Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, frá árinu 2016 í samstarfi við Íþróttafræði HR. Mælingarnar voru hæð, þyngd og reiknaður líkamsþyngdarstuðull, þolpróf, 2 aflpróf, próf á spretthraða og próf á handstyrk. Mælingarnar eru útskýrðar og framkvæmd þeirra lýst auk þess eru myndbönd sem sýna framkvæmdina, búnaðinn og þá aðstöðu sem þarf til þess að geta endurtekið þessar mælingar hluti verkefnisins. Markmiðið er að handknattleikslið á Íslandi geti notfært sér hagnýta hluta ritgerðarinnar og þjálfarar liðanna eigi auðvelt með að framkvæma mælingarnar á sínum liðsmönnum á sama hátt og landsliðin gera. Það er skemmtilegt og hvetjandi fyrir leikmenn að skoða niðurstöður afkastamælinga og með því að framkvæma prófin reglulega og faglega, geta þeir borið niðurstöður milli mælinga saman og séð í hvaða prófum eða þjálfunarþáttum viðkomandi þarf að bæta sig og æfa meira. Jafnframt geta leikmenn fengið samanburð og séð hvar þeir standa miðað við aðra. Markmið höfundar er að þetta hjálpi þjálfurum handknattleiksliða á Íslandi að framkvæma faglegar mælingar, nýta útkomuna við skipulag þjálfunar og þannig verða leikmönnum, þjálfurum og handknattleikshreyfingunni í heild sinni að gagni.