Áhrifaþættir á vöxt og vaxtarhraða í bleikjueldi : umhverfisskilyrði í Fiskeldinu Haukamýri og hugsanlegar úrbætur

Verkefnið er lokað til 30.04.2025. Íslendingar eru stærstu framleiðendur á bleikju í heiminum. Til að tryggja góða framleiðslu er mikilvægt að hún eigi sér stað við bestu aðstæður sem leiða til góðs vaxtar, heilbrigðs fisks, aukinnar framleiðslu og meiri tekna. Vatnsgæði eru mikilvægur umhver...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Telma Rós Hallsdóttir 1998-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36255
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 30.04.2025. Íslendingar eru stærstu framleiðendur á bleikju í heiminum. Til að tryggja góða framleiðslu er mikilvægt að hún eigi sér stað við bestu aðstæður sem leiða til góðs vaxtar, heilbrigðs fisks, aukinnar framleiðslu og meiri tekna. Vatnsgæði eru mikilvægur umhverfisþáttur sem hefur mikil áhrif á vaxtarhraða bleikju í landeldi. Með versnandi vatnsgæðum dregur úr vaxtarhraða og framleiðslutími að sláturstærð lengist. Gott og heilnæmt eldisumhverfi leiðir til aukins vaxtarhraða og styttri eldistíma. Því er mikilvægt að hafa eftirlit með vatnsgæðum og reyna að viðhalda þeim. Í gegnumstreymiskerfum með endurnotkun vatns eða þaulnýtingu er vatn notað nokkrum sinnum, innan sama eldisrýmis eða í annað eldisrými. Hlutfall nýs vatns inn í kerfið verður því lægra. Þrátt fyrir meðhöndlun vatns milli þrepa má búast við að vatnsgæði fari minnkandi. Það er einkum vegna fastra og uppleystra úrgangsefna sem safnast upp. Með tromlusíu eða öðrum hreinsiaðferðum er hægt að ná föstum ögnum (svifögnum eða botnlægum) sem falla til á fyrri þrepum, og hafa slæm áhrif á vatnsgæðin, út úr vatninu. Uppleyst úrgangsefni, svo sem CO2 eða köfnunarefnissambönd (NH3-NH4+), má ná út með öðrum aðferðum. Markmið verkefnisins var að kanna hvaða umhverfisþættir hafa áhrif á vöxt og vaxtarhraða bleikju og hvaða gildum þarf að fylgja samkvæmt fræðunum til að hámarka hann. Sýnataka var gerð í Fiskeldinu Haukamýri við Húsavík þar sem vatnsgæði voru rannsökuð í öllu eldisferlinu. Mat er lagt á hugsanleg áhrif þeirra og hvort einhverju þurfi að breyta í framleiðslustýringunni. Iceland has the largest production of Arctic Charr worldwide. The production must take place in optimal environmental conditions to ensure a healthy fish with high growth rate, large production and high revenue. Water quality is an important environmental factor influencing the growth rate of Arctic Charr in land-based farming. Poor water quality decreases the growth rate leading to ...