Styrjueldi og kavíarframleiðsla : markaðs- og arðsemisgreining á styrjueldi á Íslandi

Verkefnið er lokað til 30.04.2035. Í kjölfar ofveiði á níunda áratug seinustu aldar hrundi stofn flestra styrjutegunda og eldi á þeim jókst hratt. Styrjueldi hefur í gegnum árin verið afar verðmætt eldi en ein dýrasta gæða afurð heims, kavíar, kemur frá styrjum. Þar sem mikill uppgangur í fiskeldi o...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Óskar Magnússon 1994-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36247
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 30.04.2035. Í kjölfar ofveiði á níunda áratug seinustu aldar hrundi stofn flestra styrjutegunda og eldi á þeim jókst hratt. Styrjueldi hefur í gegnum árin verið afar verðmætt eldi en ein dýrasta gæða afurð heims, kavíar, kemur frá styrjum. Þar sem mikill uppgangur í fiskeldi og nýsköpun er hér á landi er áhugavert að skoða möguleikann á því hvort styrjueldi sé eitthvað sem gæti gengið upp á Íslandi. Ritgerð þessi, sem ber undirtitilinn „Markaðs- og aðrsemissgreining á styrjueldi á Íslandi“, er ætluð til þess að kanna þann möguleika hvort arðsemt væri að stunda slíkt eldi hér á landi með tilliti til markaðs og breytingum sem eru að verða á honum. Gerð var einföld markaðsgreining með bæði SVÓT greiningu og einnig var rýnt betur í markaðinn, viðskiptavini, samkeppnisaðila og dreifileiðir markaðsins. Arðsemisgreining var þá framkvæmd og rekstur styrjueldis metinn með tilliti til núvirðis og endurgreiðslutíma. Ritgerðin leiddi í ljós að í dag er markaðurinn að stefna í einokun Kína en með sterku markaðsstarfi er góður möguleiki fyrir Ísland að verða leiðandi kavíarframleiðandi í heiminum þar sem neytendur kavíars eru kröfuharðir þegar kemur að gæðum og vitundavakning heimsins hvað varðar sjálfbærni matvælaframleiðslu hefur aukist gríðarlega. Miðað við upplýsingar sem fengust um stöðu markaðs í dag leiðir arðsemisgreining í ljós að styrjueldi getur orðið gríðarlega arðbært á Íslandi en þó er starfsemin mjög næm breytingum sem kunnu að verða á markaðnum. Lykilorð: styrja, gullstyrja, kavíar, fiskeldi, markaðsgreining, arðsemi Following overfishing of sturgeon in the 90s, most species of sturgeon were endangered and farm raised sturgeon became more popular. Through the years sturgeon farming has been a very valuable business but one of the world most expensive delicacies, caviar, comed from sturgeon. Aquaculture and innovation have been booming in the last few years and teherefore it‘s interesting to explore the possibility of farming sturgeon in Iceland. This thesis is meant to explore the ...