Ferskfiskútflutningur frá Íslandi til Frakklands

Verkefnið er lokað til 20.04.2021. Markmið verkefnisins er að fylgja eftir þeirri þróun sem hefur átt sér stað í ferskfiskútflutningi til Frakklands. Sjávarútvegurinn á Íslandi er ein af grunnatvinnugreinum þjóðarinnar og hefur verið mikilvægur í gegnum tíðina fyrir efnahagslífið ásamt því að vera e...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Bjarki Pétursson 1997-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36242
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 20.04.2021. Markmið verkefnisins er að fylgja eftir þeirri þróun sem hefur átt sér stað í ferskfiskútflutningi til Frakklands. Sjávarútvegurinn á Íslandi er ein af grunnatvinnugreinum þjóðarinnar og hefur verið mikilvægur í gegnum tíðina fyrir efnahagslífið ásamt því að vera ein af lykilútflutningsgreinum þjóðarinnar. Viðskipti með ferskfisk hefur vaxið mikið frá aldamótum og þá sérstaklega eftir Íslenska efnahagshrunið árið 2008. Frakkland er stærsti markaður Íslands fyrir ferskar sjávarafurðir og hefur vaxið ört á síðustu árum. Þar sem Ísland er eyja úti í miðju Atlantshafi eru fiskútflytjendur háðir, annars vegar flugsamgöngum og hins vegar skipaflutningum. Það sem er mikilvægast í ferskfiskútflutningi er afhendingaröryggi, þ.e.a.s. að varan berist til kaupanda á öruggan og skilvirkan hátt, óháð flutningsmáta. Flugið gefur ferskfiskútflytjendum ákveðinn sveigjanleika, betra þjónustustig og aukinn líftíma vörunnar á meðan skipaflutningar gera ferskfiskútflytjendur samkeppnishæfari í verðum. The goal of this project is to follow up on the development that has taken place in fresh fish exports to France. Iceland´s fisheries sector is one of the most important sectors of the nation and has been very important throughout the years for the Icelandic economy as well as being one of the nations key export industry. Fresh fish trade has grown a lot since the turn of the century, especially after the Icelandic economic collapse in 2008. France is Iceland's largest market for fresh seafood. Since Iceland is an island in the middle of the Atlantic Ocean, fish exporters are dependent on air transport and shipping. The most important factor in fresh fish export is the security of the supply i.e. that the product is delivered to the buyer safely and efficiently regardless of the transport mode. The flight provides flexibility, better service levels and increased product life while the ships make exporters more competitive in prices.