Frá hrogni til hafs : innleiðing þaulnýtingarkerfis : ný framleiðsluáætlun Elvevoll Settefisk AS

Verkefnið er lokað til 01.04.2030. Að starfrækja seiðaeldisstöð krefst þess að hugað sé að mörgum ólíkum þáttum svo framleiðsluferlið skili tilætluðum árangri. Í verkefninu verður fjallað um ferlið frá því að hrogn eru tekin inn og þar til fiskurinn er fluttur yfir í sjókvíar. Verkefnið er unnið í s...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Amelía Ósk Hjálmarsdóttir 1998-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Lax
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36237
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 01.04.2030. Að starfrækja seiðaeldisstöð krefst þess að hugað sé að mörgum ólíkum þáttum svo framleiðsluferlið skili tilætluðum árangri. Í verkefninu verður fjallað um ferlið frá því að hrogn eru tekin inn og þar til fiskurinn er fluttur yfir í sjókvíar. Verkefnið er unnið í samvinnu við Elvevoll Settefisk AS sem er seiðaeldisstöð í Norður-Noregi. Aðaltilgangur verkefnisins er að búa til nýja framleiðsluáætlun fyrir næsta ár þar sem verið er að stækka stöðina og vinna að breytingum á framleiðsluferlinu sem felur meðal annars í sér að innleiða þaulnýtingarkerfi. Lögð var áhersla á að leggja ítarlega vinnu í framleiðsluáætlun sem er raunhæf miðað við forsendur Elvevoll Settefisk AS og nýta þær til að auka framleiðslu og viðhalda góðum gæðum í framleiðsluferlinu. Helstu niðurstöður við gerð framleiðsluáætlunar fyrir árið 2021 sýna fram á að hægt sé nýta þaulnýtingarkerfi í Elvevoll Settefisk AS ágætlega á ársgrundvelli. Hægt er að auka framleiðsluna og stækka seiðin til muna með stækkun stöðvarinnar og notkun þaulnýtingarkerfis. Heildarlífmassi eykst um tæplega 84% sem er jákvætt og staðfestir að fjárfesting Elvevoll Settefisk AS í breytingum muni bera tilætlaðan árangur. Lykilorð: Lax, seiði, vöxtur, framleiðsluáætlun, þaulnýtingarkerfi Operating a fish farm, requires the consideration of many different factors to achieve the desired results with the production processes. In this project many of these factors will be discussed, starting with the process of taking in fish roes up to the point where the smolt is transferred to the sea. The project is made in collaboration with the company Elvevoll Settefisk AS, a fish farm in northern Norway. The main purpose of the project is to create a new production plan for the company as it is expanding and working on changes in the production, which includes the implementation of a Recirculating Aquaculture System (RAS). An emphasis was placed on providing a detailed and realistic production plan that is based on the assumptions of Elvevoll ...