Are elderly people in Iceland less likely than younger people to report seasonal variations of mood, sleep, and weight? : age and seasonality in Iceland

Bakgrunnur Árstíðarbundin truflun (e. seasonal affective disorder) er ástand þar sem tímabundin þunglyndiseinkenni gera vart við sig árlega. Einkennin byrja í ákveðnum mánuði, oftast að hausti eða vetri til, og taka síðan endi við árstíðarskipti, gjarnan að vori eða sumri. Markmið ritgerðarinnar var...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Þórdís Ása Guðmundsdóttir 1997-, Dominique Elísabet James 1991-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:English
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36231
Description
Summary:Bakgrunnur Árstíðarbundin truflun (e. seasonal affective disorder) er ástand þar sem tímabundin þunglyndiseinkenni gera vart við sig árlega. Einkennin byrja í ákveðnum mánuði, oftast að hausti eða vetri til, og taka síðan endi við árstíðarskipti, gjarnan að vori eða sumri. Markmið ritgerðarinnar var að kanna hvort munur sé á árstíðarbundnum truflunum á milli eldra fólks og yngra fólks á Íslandi. Lagt var upp með þá tilgátu að yngra fólk greini frekar frá áhrifum af árstíðarbundnum sveiflum heldur en eldra fólk. Aðferð Gögnum var safnað með sálfræðilegum spurningarlistum: The Seasonal Pattern Assessment Questionnaire (SPAQ), Morningness-Eveningness Questionnaire (MEQ-IS), Movement Imagery Questionnaire-Revised (MIQ-RS-IS), Bergen Insomnia Scale (BIS-IS), Patient Health Questionnaire (PHQ-9) and Depression, Anxiety, Stress Scale (DASS). Við tölfræðiúrvinnslu gagna var stuðst við kí-kvaðratpróf, línulega aðhvarfsgreiningu, Mann-Whitney U-tölfræðipróf og óstikaða dreifigreiningu (ANOVA). Niðurstöður Af 433 þátttakendum var unnið úr gögnum 402 þátttakenda eftir að búið var að fjarlægja brotfallsgildi og þá sem ekki uppfylltu þátttökuskilyrði. Árstíðarbundin truflun (e. SAD) er líklegri til að herja á yngra fólk (p < .001). Eldra fólk er ólíklegra en yngra til að greina frá svefnvandamálum (<.001) og eldra fólk var ólíklegra til að greina frá þyngdarbreytingum (p < .001).Spearman fylgnistuðull sýndi að það var marktæk jákvæð fylgni milli dægurgerðar og aldurs (p < .001). Samkvæmt aðhvarfsgreiningu spáði aldur fyrir um árstíðarsveiflur (z = -2.3, = .02), en árstíðarsveiflur spáðu ekki fyrir um dægurgerð (z = 0.2, p = .84). Ályktun Stærsti hluti úrtaksins voru ábúendur á dvalarheimili fyrir aldraða, sem takmarkaði fjölbreytileika þýðisins og jafnframt að hve miklu marki yfirfæra megi niðurstöðurnar yfir á þýði eldra fólks á Íslandi, m.a. þar sem margir búa enn heima hjá sér. Langsniðsrannsóknir í framtíðinni ættu að einblína á að kanna hvort árstíðarbundin truflun hverfi með aldrinum eða hvort um sé að ræða ...