Tengsl líkamsímyndar og lífsánægju við kynhegðun unglinga í 10. bekk á Íslandi

Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hugsanleg tengsl líkamsímyndar og lífsánægju við kynhegðun íslenskra unglinga í 10. bekk á Íslandi. Stuðst var við gögn úr stöðluðum spurningalista, sem ber heitið: Heilsa og Lífskjör skólanema 2013/2014, úr íslensku útgáfunni af alþjóðlegu HBSC (Health Behav...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Stefanía Guðrún Eyjólfsdóttir 1995-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36227
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hugsanleg tengsl líkamsímyndar og lífsánægju við kynhegðun íslenskra unglinga í 10. bekk á Íslandi. Stuðst var við gögn úr stöðluðum spurningalista, sem ber heitið: Heilsa og Lífskjör skólanema 2013/2014, úr íslensku útgáfunni af alþjóðlegu HBSC (Health Behaviours in School-Aged Children) rannsókninni. Þátttakendur voru allir skólanemar í 10. bekk á Íslandi, kynjahlutfall var nokkuð jafnt; 49, 3% strákar, 47, 8% stelpur, 2,9% gáfu ekki upp kyn sitt. Reynt var að leita svara við því hvort líkamsímynd og lífsánægja unglinga hafi áhrif á kynhegðun þeirra og áhættuhegðun í kynlífi, og hvort munur sé á milli kynja. Niðurstöður bentu til þess að líkamsímynd og lífsánægja unglingsstelpna í 10. bekk er talsvert verri en stráka. Tengslin á milli líkamsímyndar og lífsánægju unglinga við kynhegðun birtust með þeim hætti að slæm líkamsímynd og lítil lífsánægja hefur þau áhrif að unglingar eru líklegri til þess að stunda kynlíf heldur en unglingar með góða líkamsímynd og mikla lífsánægju. Það reyndist ekki vera kynjamunur á tengslum líkamsímyndar og lífsánægju við samfarir. Slæm líkamsímynd og lítil lífsánægja hefur jafnframt áhrif á smokkanotkun unglinga. Það reyndist vera kynjamunur á smokkanotkun; strákar með slæma líkamsímynd eru líklegastir til þess að hafa ekki notað smokk við síðustu samfarir. Það kom ekki fram kynjamunur á tengslum lífsánægju og smokkanotkunar. Það er því mikilvægt að huga vel að líðan og heilsu íslenskra unglinga af báðum kynjum, efla fræðslu og stuðning við þau, bæði í skóla og félagslega. Lykilorð: líkamsímynd, líðan með líkama, lífsánægja, kynhegðun, unglingar. The purpose of this study was to explore possible relationship between body image, life satisfaction and sexual behaviour in icelandic adolescents in 10th grade. The data that was used is standardized questionaire from the icelandic database of Health Behaviour in School-Aged Children (HBSC) 2013/2014. Participants were all 10th graders in Iceland. The sex ratio was quite equal; 49,3 % boys, 47,8 ...