Tengsl líkamsímyndar við líðan með líkamsvöxt, félagatengsl og einelti meðal íslenskra unglinga í 10. bekk

Óhætt er að segja að líkamsímynd unglinga sé mikilvægur áhrifaþáttur þegar kemur að heilsu og líðan þeirra. Neikvæð líkamsímynd hefur áhrif á ýmsar mikilvægar lífsvenjur í lífi unglinga og því er vert að skoða hvaða þættir það eru sem helst haldast í hendur og hafa áhrif í þessu samhengi, ásamt því...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Rut Arnardóttir 1974-, Ástríður Rós Gísladóttir 1992-, Ingibjörg Guðmundsdóttir 1979-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36223
Description
Summary:Óhætt er að segja að líkamsímynd unglinga sé mikilvægur áhrifaþáttur þegar kemur að heilsu og líðan þeirra. Neikvæð líkamsímynd hefur áhrif á ýmsar mikilvægar lífsvenjur í lífi unglinga og því er vert að skoða hvaða þættir það eru sem helst haldast í hendur og hafa áhrif í þessu samhengi, ásamt því að draga úr líkum þess að unglingar þrói með sér neikvæða líkamsímynd. Viðfangsefni rannsóknarinnar og helstu markmið hennar voru að fá innsýn í nokkur mikilvæg hugtök í lífi ungmenna og kanna tengsl líkamsímyndar við líðan með líkamsvöxt, félagatengsl og einelti ásamt því að kanna hvort um kynbundinn mun væri að ræða í þessum efnum. Í rannsókn þessari var stuðst við gagnasafn sem ber heitið Heilsa og líðan skólanema (e. Health Behaviour in School-Aged Children, HBSC) sem fengið var frá Rannsóknarsetri forvarna frá Háskólanum á Akureyri. Þátttakendur rannsóknarinnar voru alls 3618 nemendur 10. bekkjar í íslenskum grunnskólum, veturinn 2013-2014. Kynjahlutfallið var nokkuð jafnt í rannsókninni, 1783 drengir eða 49,3% þátttakenda og 1731 stúlka eða 47,8% þátttakenda. Fjöldi þeirra sem ekki gáfu upp kyn sitt, voru 104 eða 2,9% þátttakenda. Kynbundinn munur mældist á öllum breytunum fjórum: líkamsímynd, líðan með líkamsvöxt, félagatengsl og einelti. Stúlkur eru almennt með neikvæðari líkamsímynd en drengir ásamt því að vera síður ánægðar með líkamsvöxt sinn. Niðurstöður benda þó til að stúlkur upplifi jákvæðari félagatengsl samanborið við drengi. Hvað varðar kynbundinn mun á einelti, þá upplifa stúlkur að jafnaði meira einelti en drengir en þeir eru líklegri en stúlkur til að leggja aðra í einelti. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að almennt mælist munur á líðan með líkamsvöxt hjá unglingum í 10. bekk, eftir því hver líkamsímynd þeirra er (F(2, 3537) = 725,140; p = 0,00). Helsti munurinn birtist með þeim hætti að þeir sem töldu sig of feita, voru síður ánægðir með eigin líkamsvöxt en þeir sem töldu sig of granna eða um það bil mátulega. Niðurstöður gáfu einnig til kynna að ekki var munur á neinum af fullyrðingum ...