Ótti við glæpi í íslensku samfélagi : er munur á óttatilfinningu karla og kvenna á Íslandi?

Glæpir eru oft og tíðum áberandi vandamál í fjölmennari samfélögum, en glæpir þessir kunna að kalla fram óttatilfinningar sem geta haft áhrif á lífsgæði fólks. Ótti er tilfinning sem allir koma til með að upplifa. Er munur á óttatilfinningu karla og kvenna á Íslandi? Í þessari rannsókn verður farið...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Rakel Ólöf Andrésdóttir 1992-, Þórhildur Andrea Björnsdóttir 1993-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36221
Description
Summary:Glæpir eru oft og tíðum áberandi vandamál í fjölmennari samfélögum, en glæpir þessir kunna að kalla fram óttatilfinningar sem geta haft áhrif á lífsgæði fólks. Ótti er tilfinning sem allir koma til með að upplifa. Er munur á óttatilfinningu karla og kvenna á Íslandi? Í þessari rannsókn verður farið yfir niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir í apríl 2020. Spurningalisti könnunarinnar byggir á spurningalista Adri van der Wurff, Leendert van Staalduinen og Peter Stringer, sem gefin var út 1989. Spurningalistinn var þýddur á bæði íslensku og pólsku, en einnig var í boði að svara honum á ensku. Þátttakendur voru fengnir með hentugleika- og snjóboltaúrtaki og aðeins óskað eftir svörum frá aðilum sem náð höfðu átján ára aldri og búsettir á Íslandi, N = 345. Þegar á heildina er litið sýna niðurstöður að ekki var mikill munur milli kynja við atriði sem vekja upp ótta, þó ber að geta að karlar voru gjarnari á að veita ótta tengd svör. Aldursskipting svara sýndi að þeir sem voru yngstir og elstir virtust almennt upplifa meira óöryggi. Fjárhagsstaða viðist ekki breyta þessu. Niðurstöður sýndu að hjá þeim sem ekki höfðu verið fórnarlömb glæps áður mældist óttinn almennt meiri, en aftur á móti mældist óttinn hjá þeim sem áður höfðu verið fórnarlömb glæps mun minni. Lykilhugtök: ótti, glæpir, glæpamenn, þáttagreining Crimes are often prominent problems in larger societies, but crimes can arouse feelings of fear, that can affect the person's quality of life. Fear is a feeling that everyone will experience at some point. Is there a difference between the fear of men and women in Iceland? This research will review the results of a survey submitted in April 2020. The survey questionnaire is based on the questionnaire Adri van der Wurff, Leendert van Staalduinen and Peter Stringer, published in 1989. The questionnaire was translated into both Icelandic and Polish, but was also available to answer in English. Participants were gathered with a non-random sampling and a snowball sampling and only asked for responses from ...