Hið kvenlæga dufl : framtíðarsýn Grímseyinga

Þessi rannsókn fjallar um reynslu og upplifun nokkurra íbúa í Grímsey af þróun byggðar síðasta áratug og framtíðarsýn íbúanna. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og voru tekin samtals tíu viðtöl við sex einstaklinga á fimm ára tímabili. Fyrstu fimm viðtölin fóru fram árið 2015 og seinni viðt...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Alfa Dröfn Jóhannsdóttir 1983-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36199
Description
Summary:Þessi rannsókn fjallar um reynslu og upplifun nokkurra íbúa í Grímsey af þróun byggðar síðasta áratug og framtíðarsýn íbúanna. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og voru tekin samtals tíu viðtöl við sex einstaklinga á fimm ára tímabili. Fyrstu fimm viðtölin fóru fram árið 2015 og seinni viðtölin árið 2020. Þá var rætt tvisvar við fjóra einstaklinga og einu sinni við tvo einstaklinga, annan árið 2015 og hinn 2020. Það varð áberandi breyting á upplifun viðmælenda milli ára, framtíðarsýn þeirra árið 2020 er á þann veg að enn sé hægt að snúa þróun við á sama tíma og ákveðið vonleysi hefur tekið völd og öll eru þau búin undir það að byggðin leggist af innan nokkurra ára. Fram kemur rík ábyrgðartilfinning viðmælenda gagnvart byggðinni og hver öðrum. Þegar samfélag samanstendur af tuttugu einstaklingum sem allir hafa ákveðnu hlutverki að gegna, þá verður stórt skarð ef einn tekur ákvörðun um að flytja í burtu. Einhverjir einstaklingar sem vilja halda í byggð eru fluttir burt eða hafa selt kvóta frá eynni, sem hefur haft þær afleiðingar að aðrir hafa neyðst til að flytja. Hugmyndin um búsetusæluna (e. rural idyll) í Grímsey á enn rétt á sér en kröfur nútímasamfélagsins og forsendur búsetu hafa breyst í gegnum árin og því vill fólk í meira mæli geta lifað við nútímaþægindi sem eru ekki í boði í Grímsey. Það þarf stórkostlegar aðgerðir til ef snúa á þessari hröðu neikvæðu þróun við og það þarf að horfast í augu við það að heilt byggðarlag er að hverfa. Þrátt fyrir inngrip stjórnvalda og ýmsar aðgerðir ríkisins sem ætlað er að efla byggð hvílir hún þó á ákvörðunum örfárra einstaklinga um að þrauka í eynni þar sem fólk snýr ekki til baka, engin börn fæðast og enga atvinnu er að fá aðra en að sækja sjóinn, sem veltur á kvóta sem erfitt er að koma höndum yfir. Rannsóknin skiptist í sex kafla og er í þeim fyrsta farið yfir bakgrunn rannsóknar, í öðrum kaflanum er farið yfir stöðu þekkingar og í þeim þriðja er farið yfir fræðilegt sjónarhorn. Í fjórða kafla er gerð grein fyrir þeirri aðferðafræði sem notast var við og ...