Innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á Íslandi : áherslur, staða og framvinda

Sameinuðu þjóðirnar eru mikilvægur vettvangur í öllu alþjóðlegu starfi ríkja. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun er alhliða ákall til aðgerða með það að forgrunni að binda enda á fátækt, vernda náttúru jarðar og tryggja að allir njóti friðar og hagsældar fyrir árið 2030. Ísland hefur...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Karen Jónasdóttir 1995-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36193
Description
Summary:Sameinuðu þjóðirnar eru mikilvægur vettvangur í öllu alþjóðlegu starfi ríkja. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun er alhliða ákall til aðgerða með það að forgrunni að binda enda á fátækt, vernda náttúru jarðar og tryggja að allir njóti friðar og hagsældar fyrir árið 2030. Ísland hefur unnið markvisst að innleiðingu heimsmarkmiðanna bæði innanlands og á alþjóðlegum vettvangi. Sérstök verkefnastjórn var stofnuð til að sjá um innleiðinguna hér á Íslandi og ákveðin forgangsmarkmið stjórnvalda hafa verið sett. Verkefnastjórnin hefur farið af stað með ýmis verkefni til að vekja athygli á markmiðunum, hvetja stofnanir, fyrirtæki jafnt sem almenning til þátttöku og gert fræðandi upplýsingar aðgengilegar á alþjóðanetinu. Litið verður til ferlisins að fyrstu landsrýnikynningu Íslands fyrir Sameinuðu þjóðunum sem og það kynningarefni sem sett hefur verið fram. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða innleiðingu heimsmarkmiðanna á Íslandi það sem af er að þriðjung gildistíma þeirra. Áherslur, helstu áskoranir og framvinda innleiðingarinnar verða til skoðunar, rýnt verður í hvert heimsmarkmið út frá íslensku sjónarhorni og þeirrar samvinnu sem efnt hefur verið til við ýmsa aðila samfélagsins. Leitast verður eftir að gera einskonar yfirlit um innleiðingu heimsmarkmiðanna á Íslandi fram til ársins 2020. The United Nations is one of the world’s most important forums for all nations. The United Nations’ Sustainable Development Goals are a universal call for action, foregrounding the importance of ending poverty, protecting the environment and ensuring peace and prosperity for all by the year 2030. Iceland has worked systematically to implement the United Nations Sustainable Development Goals, both domestically and internationally. A special project committee was established to oversee the implementation in Iceland and certain government priorities have been set. The committee has embarked on various projects to raise awareness of the goals, encourage organizations, companies as well as the public to participate. ...