Kraftaverkið ég : námsefni í kynfræðslu fyrir yngsta stig grunnskóla

Kynfræðsla miðar að því að styðja og styrkja börn og ungmenni til þess að nota gagnrýna hugsun, vera í jákvæðum samskiptum og taka ábyrgar ákvarðanir þegar kemur að kynhegðun. Niðurstöður rannsókna gefa til kynna að lítið er um kynfræðslu í yngstu bekkjum grunnskóla hérlendis, og námsefni í kynfræðs...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Rut Ingvarsdóttir 1992-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36189
Description
Summary:Kynfræðsla miðar að því að styðja og styrkja börn og ungmenni til þess að nota gagnrýna hugsun, vera í jákvæðum samskiptum og taka ábyrgar ákvarðanir þegar kemur að kynhegðun. Niðurstöður rannsókna gefa til kynna að lítið er um kynfræðslu í yngstu bekkjum grunnskóla hérlendis, og námsefni í kynfræðslu er af skornum skammti. Þegar kemur að kynfræðslu fyrir yngsta stig grunnskóla þá eru kennarar oft óöruggir, þá skortir þekkingu á efninu og námsefnið er takmarkað fyrir þennan aldurshóp. Verkefni þetta skiptist í þrjá hluta, fræðilega greinargerð, kennsluleiðbeiningar og námsbók í kynfræðslu fyrir 5-8 ára nemendur. Námsefnið á að styðja við kennara þannig að þeir eigi auðveldara með að miðla kynfræðsluefni og auka vægi fræðslunnar í námi ungra nemenda. Námsefnið á einnig að efla nemendur og auka tilfinninga- og félagsþroska þeirra. Þegar nemendur fá markvissa og greinargóða kynfræðslu frá upphafi skólagöngu sinnar sýna þeir oft jákvæðari kynferðislega hegðun þegar þeir eldast. Þá búa nemendur að góðri þekkingu um ólík málefni sem tengjast kynfræðslu og eru viðhorf þeirra til jafnréttis og fjölbreytileika jákvæðari. Námsefninu „Kraftaverkið ég“ er skipt í átta mismunandi kafla til þess að nemendur öðlist víðtæka þekkingu á efninu. Farið er yfir líkamsímynd, vináttu, styrkleika, sjálfsmynd og fleiri þætti sem styður við unga nemendur í starfi og leik. Sex education aims to support and empower children and youngsters to be able to use critical thinking, engage in positive communication, and make responsible decisions when it comes to sexual behavior. Researches indicate that there is insufficient sex education available in school that is directed to students from the age of 5 to 8 years old in Iceland. Some teachers find it hard to approach the youngest children with sex education; they often feel insecure and lack the appropriate teaching material and the methods to tackle the subject. This thesis is divided into three parts, academic analysis, instructional manual and textbook in sex education for 5-8 year old ...