Reynsla af uppeldisstefnunum Jákvæður agi, SMT-skólafærni og Uppbyggingarstefna í sex grunnskólum

Viðfangsefni þessa verkefnis er rannsókn á því hvernig uppeldisstefnur nýtast í skólastarfi. Fjallað er um reynslu, viðhorf og árangur á þremur uppeldisstefnum sem notast er við í grunnskólum á Akureyri. Farið er yfir verkfæri og nýtingu uppeldisstefna innan kennslustofunnar. Uppeldisste...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helena Kristín Gunnarsdóttir 1992-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36174
Description
Summary:Viðfangsefni þessa verkefnis er rannsókn á því hvernig uppeldisstefnur nýtast í skólastarfi. Fjallað er um reynslu, viðhorf og árangur á þremur uppeldisstefnum sem notast er við í grunnskólum á Akureyri. Farið er yfir verkfæri og nýtingu uppeldisstefna innan kennslustofunnar. Uppeldisstefnurnar sem um ræðir eru Jákvæður agi, SMT-skólafærni og Uppeldi til ábyrgðar eða Uppbyggingarstefnan. Rannsóknin var tilviksrannsókn þar sem sjónum var beint að nýtingu og árangri stefnanna innan kennslustofunnar. Eigindlegur hluti gagnaöflunar voru sex grunnskólar á Akureyri þar sem einstaklingsviðtöl voru tekin við reynslumikla starfandi grunnskólakennara. Þemagreining var notuð við gagnaöflun viðtala ásamt kóðun (e. coding). Rannsóknarspurning sem leitað var svara við er þessi: 1. Hvernig nýtast uppeldisstefnur innan kennslustofunnar í grunnskólum? Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að kennarar séu almennt ánægðir með uppeldistefnurnar og telji að þær hafi jákvæð áhrif á samskipti, skólabrag og starfshætti skólanna. Nemendur takast betur á við vandamál og starfsfólk vinnur samstíga að sameiginlegu markmiði. V erkfæri innan uppeldisstefnanna eru talin hjálpartæki sem kennarar nýta daglega innan kennslustofunnar. Niðurstöður benda einnig til þess að viðhorf sex grunnskólakennara sé jákvætt gagnvart uppeldistefnunum þar sem stefnurnar nýtast einstaklega vel innan grunnskólana sex. The subject of this thesis is a study of how the educational policies are useful in schools. It is an overview of the experiences, attitudes and achievements of teachers within three different educational policies used in elementary schools in Akureyri. It is also an overview of the tools and utilization of the different policies inside the classroom. The educational policies in question are: Positive Discipline, School Management Training and Restitution. This is a case study on these policies with emphasis on their utilization and results within different classrooms. The qualitative part ...