Sjálfbærni til framtíðar : innleiðing Heimsmarkmiðs 4.7 á Íslandi

Rannsóknin er hluti af samnorrænu verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem hefur það að markmiði að kanna hvernig Norðurlöndunum hefur tekist að innleiða Heimsmarkmið 4.7 um menntun til sjálfbærrar þróunar. Í rannsókninni er einblínt á stöðu Íslands og eru rannsóknarspurningarnar þrjár: 1)...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Bryndís Sóley Gunnarsdóttir 1995-, Sólveig María Árnadóttir 1994-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36158
Description
Summary:Rannsóknin er hluti af samnorrænu verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem hefur það að markmiði að kanna hvernig Norðurlöndunum hefur tekist að innleiða Heimsmarkmið 4.7 um menntun til sjálfbærrar þróunar. Í rannsókninni er einblínt á stöðu Íslands og eru rannsóknarspurningarnar þrjár: 1) Hvað segja lög og reglugerðir um menntun til sjálfbærni á Íslandi? 2) Hvernig er staðan innan veggja tveggja grunnskóla á Íslandi með tilliti til sjálfbærnimenntunar? 3) Upplifa grunnskólakennaranemar sig nægilega undirbúna fyrir sjálfbærnikennslu? Til að leita svara við rannsóknarspurningunum var gagnaöflun rannsóknarinnar skipt í þrennt. Í fyrsta lagi var framkvæmd textagreining á lögum um grunnskóla, Aðalnámskrá grunnskóla, skólastefnum sex sveitarfélaga og skólanámskrám tveggja þátttökuskóla. Í öðru lagi voru tekin þrjú rýnihópaviðtöl í tveimur grunnskólum, það er Síðuskóla og Þelamerkurskóla. Í þriðja lagi var rætt við rýnihópa fjórða og fimmta árs kennaranema við Háskólann á Akureyri og Háskóla Íslands. Niðurstöðurnar sýna að umfjöllun um hugtökin sjálfbærni, mannréttindi, kynjajafnrétti, menningarlega fjölbreytni og alheimsvitund er ábótavant í lögum um grunnskóla. Í Aðalnámskrá grunnskóla hafa hins vegar verið sett fram metnaðarfull markmið í tengslum við þau. Þrátt fyrir að sveitarfélög leggi mismikla áherslu á hugtökin í skólastefnum sínum virðast báðir þátttökuskólarnir vinna metnaðarfullt starf í tengslum við þau. Þannig læra nemendur bæði um hugtökin í verki og í gegnum skipulögð verkefni í ólíkum námsgreinum. Niðurstöðurnar gefa einnig til kynna að hugtökin fá mismikið vægi í kennaranámi og vilja kennaranemar fá ítarlegri og heildstæðari umfjöllun um þau enda telja þeir sig heilt yfir ekki nægilega undirbúna til að fást við þau í kennslu. Lykilhugtök: Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sjálfbærni, sjálfbær þróun, menntun til sjálfbærni, mannréttindi, kynjajafnrétti, jafnrétti, menningarleg fjölbreytni og alheimsvitund. This study is a part of the Nordic Council of Ministers’ research project focusing on ...