,,Ekki ásættanlegt að líta á mannslíkamann sem söluvöru" : barátta gegn mansali

Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA-prófs í lögreglu- og löggæslufræðum. Mansal er falin glæpastarfsemi sem talin er að tíðkist út um allan heim en er erfitt að uppræta. Í þessari rannsóknarritgerð verða skilgreiningar á helstu birtingarmyndum mansals skoðaðar en ítarlegra er farið í vinnumansal og...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Erna Björk Kristinsdóttir 1988-, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 1988-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36148
Description
Summary:Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA-prófs í lögreglu- og löggæslufræðum. Mansal er falin glæpastarfsemi sem talin er að tíðkist út um allan heim en er erfitt að uppræta. Í þessari rannsóknarritgerð verða skilgreiningar á helstu birtingarmyndum mansals skoðaðar en ítarlegra er farið í vinnumansal og birtingarmyndir þess. Einnig verður farið yfir þær áskoranir sem lögregla þarf að horfast í augu við og skoða stöðu stjórnvalda á þessu málefni. Rannsóknarritgerðin byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem tekin voru viðtöl við fjóra viðmælendur sem eru að vinna að eða hafa unnið að rannsóknum mansalsmála á Íslandi. Viðmælendur okkar voru spurðir út í viðfangsefnið með hálf-stöðluðum, opnum spurningum sem viðmælendur fengu áður en viðtalið fór fram. Markmið ritgerðarinnar var að kanna stöðu stjórnvalda og árangur Íslendinga í baráttunni gegn mansali. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er Ísland eftir á í baráttu sinni við mansal og þurfa stjórnvöld að grípa í taumana og leggja meiri vinnu í þennan málaflokk. This is a final thesis for a B.A. degree in police and law enforcement. Human trafficking is a hidden crime that is believed to be widespread worldwide but is difficult to eradicate. In this research thesis, the definition of the main manifestations of human trafficking will be explored, but more detail will be given to the forced labor and it´s manifestations. The challenges that the police have to face will be examined as well as the government´s position on this matter. The research thesis is based on a qualitative research method where interviews were conducted with four interviewers who are working on or have worked on human trafficking researches in Iceland. Our interviewers were asked on the topic with semi-standard, open-ended questions that the interviewers were given before the interview. The thesis aimed to examine the position of the government and the success of the Icelanders in the fight against human trafficking. According to the results of the study, Iceland is lacking in it´s fight with ...