Sjálfstæði íslenskra dómstóla og skipan dómara

Ritgerð þessi fjallar um sjálfstæði íslenskra dómstóla og skipan dómara. Í V. kafla stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 (hér eftir nefnd stjskr.) er fjallað um dómsvaldið auk þess sem 2. gr. hennar mælir fyrir um þrískiptingu ríkisvaldsins, höfuðeinkenni íslenskrar stjórnskipunar. Kenning...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Líney Rúnarsdóttir 1996-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36132
Description
Summary:Ritgerð þessi fjallar um sjálfstæði íslenskra dómstóla og skipan dómara. Í V. kafla stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 (hér eftir nefnd stjskr.) er fjallað um dómsvaldið auk þess sem 2. gr. hennar mælir fyrir um þrískiptingu ríkisvaldsins, höfuðeinkenni íslenskrar stjórnskipunar. Kenningin um þrígreiningu ríkisvaldsins kveður á um aðskilnað löggjafarvalds, framkvæmdarvalds og dómsvalds. Þrátt fyrir aðgreiningu ríkisvaldsins í þrjá þætti þá var gert ráð fyrir ákveðnum tengslum þeirra á milli, en hlutverk þeirra var fyrst og fremst að mynda aðhald og jafnvægi hvert gagnvart öðru og vinna gegn samruna valdsins. Meginforsenda þess að dómstólar njóti trausts og trúverðugleika er að þeir séu sjálfstæðir í störfum sínum, gagnvart stjórnvöldum og hvers kyns hagsmunahópum og einstaklingum. Hér verður fjallað um þrískiptingu ríkisvaldsins og Ísland sem lýðræðis- og réttarríki. Enn fremur verður gerð grein fyrir mikilvægi sjálfstæðis dómsvaldsins, m.t.t. skipan dómara, sbr. ákvæði stjskr. og laga um dómstóla nr. 50/2016. Litið verður til aðferða við skipan dómara í Danmörku og Noregi og fjallað um hvort auka megi sjálfstæði íslenskra dómstóla í ljósi þeirra. Að lokum verður 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu skoðuð í þessu samhengi og fjallað um svonefnt Landsréttarmál sem bíður dóms yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu. Lykilhugtök: Lögfræði, stjórnskipunarréttur, dómsvald, dómstólar, dómarar. This essay deals with the independence of Icelandic courts and the appointment of judges. Chapter V. of the Constitution of the Republic of Iceland no. 33/1944 deals with the judiciary power in addition to Article 2 which prescribes the seperation of powers. The theory of separation of powers divides a state‘s government into three seperate and independent powers. It is typically divided into three branches; legislative, executory and judiciary powers. Despite the seperation, certain relations were expected, but primarily they were supposed to establish restraint, balance with each other and countervail the fusion ...