Sköpun og tækni með Byrjendalæsi : til þess að dýpka áhuga og skilning nemenda á lestri

Lokaritgerð þessi er hluti B.Ed-prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri, vorið 2020. Í ritgerðinni er stuðst við Byrjendalæsi, aðferð læsis sem er þróuð af af Rósu Eggertsdóttur, sérfræðingi við Skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri. Byrjendalæsi er lestrarkennsluaðferð fyrir börn á yngsta stigi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Birgitta Þorsteinsdóttir 1990-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36113
Description
Summary:Lokaritgerð þessi er hluti B.Ed-prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri, vorið 2020. Í ritgerðinni er stuðst við Byrjendalæsi, aðferð læsis sem er þróuð af af Rósu Eggertsdóttur, sérfræðingi við Skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri. Byrjendalæsi er lestrarkennsluaðferð fyrir börn á yngsta stigi í grunnskóla sem býður upp á margvísleg verkefni. Með Byrjendalæsi er hægt að samþætta ýmsar námsgreinar sem bjóða upp á fjölbreyttar kennsluaðferðir. Hér er lestur notaður sem kveikja að áframhaldandi vinnu með nemendum og lögð er áhersla á samþættingu í sköpun og upplýsingatækni. Unnið er með gæðatexta í lotum. Með því að lesa fyrir börn er verið að ýta undir marga þætti eins og orðaforða, skilning á umhverfinu, frásagnarfærni og jákvætt viðhorf til náms. Rannsóknarspurningin sem ritgerð þessari er ætlað að svara er: Hvernig má nýta sköpun og tækni með Byrjendalæsi í þeim tilgangi að ýta undir og dýpka áhuga og skilning nemenda á lestri. This dissertation is part of a B.Ed. degree at the Faculty of Education at the University of Akureyri in the spring of 2020. The thesis uses Byrjendalæsi, translated to Beginner Reading, a method of literacy developed by Rósa Eggertsdóttir, a specialist in the School Development Division of the University of Akureyri. Byrjendalæsi is a reading method for elementary school children offering a variety of tasks. With Byrjendalæsi you can integrate various subjects that offer a variety of teaching methods. This is where reading is used to stimulate ongoing work with students and emphasizes integration into creativity and technology. Literacy for children has many factors such as expanding vocabulary, understanding of the environment, narrative skills and a positive attitude towards learning. The research question that this paper is intended to answer is: How can creativity and technology be used with Byrjendalæsi with the purpose of deepening students' interest and understanding of reading.