Áhrif notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar : fræðileg samantekt á iðju þjónustunotenda og þátttöku þeirra í samfélaginu

Samantekt þessi er lokaverkefni til BS gráðu í iðjuþjálfunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri. Markmið þess er að kanna hver áhrif notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) er á iðju þjónustunotenda og þátttöku þeirra í samfélaginu. NPA er byggt á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf en hún felur í...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Hildur Hjartardóttir 1991-, Díana Kristín Sigmarsdóttir 1995-, Sylvía Halldórsdóttir 1993-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36109
Description
Summary:Samantekt þessi er lokaverkefni til BS gráðu í iðjuþjálfunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri. Markmið þess er að kanna hver áhrif notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar (NPA) er á iðju þjónustunotenda og þátttöku þeirra í samfélaginu. NPA er byggt á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf en hún felur í sér að allir hafi rétt til að stjórna eigin lífi óháð skerðingum. NPA var lögfest á Íslandi 1.október 2018 en þjónustuformið gerir notendum kleift að stýra þjónustunni þar sem notandinn ræður hvaða aðstoð er veitt, hver veitir hana og hvar og hvenær hún fer fram. Markmið laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir er að veita sem bestu þjónustu og kostur er á og virða sjálfræði og sjálfstæði fatlaðs fólks. Vinnulag Arskey og O’Malley (2005) fyrir kögunaryfirlit (e.scoping review) var notað við framkvæmd samantektar á 17 rannsóknargreinum. Niðurstöður úr rannsóknargreinunum gáfu vísbendingu um að NPA hafi töluverð áhrif á tækifæri þjónustunotenda á þátttöku og iðju. Samantektin leiddi í ljós að NPA stuðlaði að aukinni við þátttöku eigin umsjá, í tómstundaiðju, sem og yki tækifæri fatlaðs fólks til atvinnu- og námsþátttöku, þó ákveðnir hnökrar virðast vera í tengslum við útfærslu og framkvæmd þjónustu. Niðurstöður bentu einnig til að NPA hafi jákvæð áhrif á fjölskyldulíf notanda og veiti notendum meira sjálfræði, aukin lífsgæði og aukna sjálfsvirðingu. Lykilhugtök: notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA, iðja, þátttaka, mannréttindi This review is a graduating thesis for a B.Sc. degree in Occupational Therapy from the University of Akureyri. Its purpose is to examine the effect of Consumer-directed Personal Assistance (CPA) on the service users’ occupation and participation in their community. CPA is based on the philosophy of independent living, which entails that everyone has the right to manage their own life regardless of their impairment. CPA was enacted in Iceland on October 1, 2018, and the service form allows users to control the service by enabling the user to control what assistance is ...