Sandhverfueldi á Íslandi

Verkefnið fjallar almennt um sandhverfueldi og kosti Íslands m.t.t. strandeldis á tegundinni. Greint verður frá mikilvægum þáttum framleiðslunnar, s.s. eldistækni, umhverfisaðstæðum, mörkuðum og arðsemi. Sandhverfa þrífst best í hlýjum sjó og þ.a.l. gegnir gott aðgengi að heitu vatni mikilvægu hlutv...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sunneva Ósk Þóroddsdóttir 1997-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36093
Description
Summary:Verkefnið fjallar almennt um sandhverfueldi og kosti Íslands m.t.t. strandeldis á tegundinni. Greint verður frá mikilvægum þáttum framleiðslunnar, s.s. eldistækni, umhverfisaðstæðum, mörkuðum og arðsemi. Sandhverfa þrífst best í hlýjum sjó og þ.a.l. gegnir gott aðgengi að heitu vatni mikilvægu hlutverki við staðarval sandhverfueldis. Á Íslandi er mikið af jarðhita og á Reykjanesi hefur skapast fordæmi fyrir stórskalaeldi á Senegal flúru. Með því að nýta jarðhita og hreinan borholusjó er hægt að ala fisk við stöðugt hitastig allan ársins hring og ná þannig fram hröðum vexti og góðri fóðurnýtingu. Að þessu leyti hefur Ísland ákveðna kosti fram yfir önnur lönd sem framleiða sandhverfu. Á Íslandi er einnig talsverð þekking og reynsla í framleiðslu sandhverfuseiða og að auki er greitt aðgengi frá landinu á helstu markaði heimsins með flugsamgöngum. Árið 2000 var framkvæmt arðsemismat á sandhverfueldi á Íslandi. Matið gaf til kynna að ný sandhverfueldisstöð væri líklega á mörkum þess að vera arðbær út frá ávöxtunarkröfum á þeim tíma. Frá því að matið var gert fyrir 20 árum hafa forsendur þess ekki breyst til betri vegar þegar horft er til fóðurkostnaðar og afurðaverðs, þó hefur töluverð þekking orðið. Fóðurverð hefur hækkað vegna aukinnar eftirspurnar á fiskimjöli og á sama tímabili hefur verð sem fæst fyrir afurðina lítið breyst. Á móti kemur að nýlegar rannsóknir hafa sýnt að vel má draga úr notkun fiskimjöls í sandhverfufóðri, með því er hægt draga verulega úr fóðurkostnaði. Ekki er hægt að dæma endanlega arðsemi sandhverfueldis á Íslandi. Þá er hægt að fara margar leiðir í að hafa áhrif á arðsemina, sem dæmi um það er hægt ala stærri sandhverfur en gengur og gerist í Evrópu og leita inn á nýja og framandi markaði. Ísland hefur marga þætti fram að færa sem nýtast vel til sandhverfueldis og þegar horft er til þeirra virðist sandhverfueldi hafa ágæta möguleika á því að verða hagkvæmt hér á landi. Lykilorð: Sandhverfa, sandhverfueldi, eldistækni, markaður, arðsemi This project deals with turbot farming in Iceland, ...