,,Maður getur þetta allt“ : upplifun af störfum slökkviliðs- og sjúkraflutningakvenna á Akureyri

Menning á slökkvistöðvum er einstök en hún getur reynst erfið, sér í lagi fyrir konur, líkt og menning annarra karlavinnustaða. Markmið þessarar rannsóknar er að öðlast innsýn í upplifun og reynslu af störfum kvenna hjá Slökkviliði Akureyrar. Tekin voru þrjú viðtöl við sjö einstaklinga í ýmsum starf...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þorbjörg Eva Magnúsdóttir 1993-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36089
Description
Summary:Menning á slökkvistöðvum er einstök en hún getur reynst erfið, sér í lagi fyrir konur, líkt og menning annarra karlavinnustaða. Markmið þessarar rannsóknar er að öðlast innsýn í upplifun og reynslu af störfum kvenna hjá Slökkviliði Akureyrar. Tekin voru þrjú viðtöl við sjö einstaklinga í ýmsum starfsstigum innan slökkviliðsins. Leitast er við að svara rannsóknarspurningunum: ,,Hver er upplifun kvennanna af því að starfa nær eingöngu með körlum?“ og ,,hver er upplifun karlanna af fjölgun kvenna og hvað hefur breyst síðan konum fjölgaði innan liðsins?“ Erlendar rannsóknir á upplifun kvenna af slökkviliðsstörfum, jafnt sem öðrum svonefndum karlastörfum, verða skoðaðar og femínískar kenningar stuttlega kynntar. Konum innan Slökkviliðs Akureyrar hefur fjölgað á síðustu árum og hlutfall þeirra er nú hærra en á öðrum slökkvistöðvum á Íslandi. Fjölgun þeirra tókst með sérstakri aðferð, svonefndri kynjasamþættingu, sem á að leiða af sér aukinn jöfnuð kynjanna. Með henni er stjórnendum og stofnunum gert að ígrunda sjónarmið beggja kynja þegar stefnumótun og ákvarðanatökur eru annars vegar. Með kynjasamþættingu er m.a. hægt að vinna að jöfnu hlutfalli kynja á vinnustöðum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós mikla samstöðu, gott andrúmsloft og ánægt starfsfólk. Konurnar upplifa að þær tilheyri hópnum, enda var tekið vel á móti þeim og þær fundu ekki fyrir neinni andstöðu. Þvert á móti upplifðu þær stuðning og hvatningu frá upphafi, og gera enn. Karlarnir líta á þær sem fyrirmyndir í því að uppræta þá hugsun samfélagsins að konur geti ekki sinnt þessum störfum. As for many other male dominated workplaces, the culture of fire departments can be particularly tough on women workers. The aim of this research is to gain an insight into the experiences of women working for Slökkvilið Akureyrar, the fire department in the city of Akureyri, Iceland. Primary data collection consists of two semi-structured focus group interviews and one in-depth individual interview among seven members of the staff in various positions. The ...