Prófarkalestur og málrækt í nútímafjölmiðlun : hvernig tryggja íslenskir fjölmiðlar vandað málfar?

Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A. gráðu í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri. Höfundur gerði rannsókn á því hvernig staðið er að prófarkalestri á fjórum helstu fjölmiðlum landsins. Skoðað var hvort horft sé til íslensku kunnáttu í ráðningarferli blaðamanna og hvort og þa...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Viktor Mikumpeti 1992-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36088
Description
Summary:Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A. gráðu í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri. Höfundur gerði rannsókn á því hvernig staðið er að prófarkalestri á fjórum helstu fjölmiðlum landsins. Skoðað var hvort horft sé til íslensku kunnáttu í ráðningarferli blaðamanna og hvort og þá hvaða stöðlum er farið eftir varðandi málfar á hverjum miðli fyrir sig. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er starfssvið Íslenskrar málnefndar skoðað sem síðan er nýtt til viðmiðs í úrvinnslukaflanum. Til að fá góða innsýn í fagið var rætt við aðila sem starfað hefur um árabil við prófarkalestur. Tekin voru viðtöl við ritstjóra Fréttablaðsins, fréttastjóra hjá Vísi, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins og málfarsráðunaut hjá Ríkisútvarpinu. Spurningarnar sem lagðar voru fyrir snéru að prófarkalestri eða íslensku málfari á viðkomandi fjölmiðli en einnig var spurt hvort Íslensk málstefna hefði einhver áhrif á störf miðilsins. Í niðurstöðum rannsóknarinnar er síðan rýnt í svör viðmælenda og vinnuaðferðir miðlanna bornar saman. Rannsóknin leiddi m.a. í ljós að vinnulag við prófarkalestur og ritun texta á íslensku er afar mismunandi eftir því hvaða fjölmiðill á í hlut. Einnig má sjá að mikill munur er á framkvæmd prófarkalesturs á prentmiðlum annars vegar og vefmiðlum hins vegar, þar sem prófarkalestur á vefmiðlum fer að miklu leyti fram eftir birtingu texta. Allir viðmælendurnir voru sammála um að ábyrgð fjölmiðla gagnvart íslensku máli sé mikil. Einnig virðist sem ákveðin gjá sé á milli Íslenskrar málnefndar og fjölmiðlanna en viðmælendurnir sögðust lítið sem ekkert hafa orðið varir við afskipti nefndarinnar í daglegum störfum sínum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að bæði fjölmiðlar og yfirvöld séu meðvituð um þýðingu þess að rækta íslenska tungu. Höfundur telur því mikilvægt að stuðlað sé að skýrari samskiptum á milli þessara aðila. This essay is the final project for a B.A. degree in Media Studies at the University of ...