"Þú sendir ekki þingfréttaritara í svona leiðangur" : hver ræður aðgengi fjölmiðla að vettvangi snjóflóða og hafa orðið viðhorfsbreytingar á hlutverki fjölmiðla síðustu 50 ár þegar kemur að umfjöllun um snjóflóð?

Ritgerð þessi er lögð fram til BA-prófs í fjölmiðlafræði á Hug- og félagsvísindasviði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur hennar var að komast að því hver það er sem ræður aðgengi fjölmiðla að vettvangi snjóflóða og hvort viðhorfsbreyting hafi orðið á hlutverki fjölmiðla síðustu fimmtíu ár. Til að g...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Stefanía Hrund Guðmundsdóttir 1997-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36087
Description
Summary:Ritgerð þessi er lögð fram til BA-prófs í fjölmiðlafræði á Hug- og félagsvísindasviði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur hennar var að komast að því hver það er sem ræður aðgengi fjölmiðla að vettvangi snjóflóða og hvort viðhorfsbreyting hafi orðið á hlutverki fjölmiðla síðustu fimmtíu ár. Til að geta svarað þessu voru fjögur snjóflóð til skoðunar sem gerðust á árunum 1974 – 2020. Þau snjóflóð sem fjallað er um eru; Neskaupstaður 1974, Súðavík 1995, Flateyri 1995 og Flateyri 2020. Framkvæmd var viðtalsrannsókn þar sem talað var við fjölmiðlafólk, björgunarsveitarfólk, heimamenn og lögreglu. Viðmælendur voru spurðir út í aðgang fjölmiðla, mikilvægi heimilda sem fjölmiðlar safna saman á tímum sem þessum og viðhorf til myndbirtinga í jafn viðkvæmum málum og snjóflóð eru. Ásamt viðtölum voru skoðaðar heimildir frá þessum tímum, sem dæmi blaða- og sjónvarpsumfjallanir. Með þessu var verið að leita svara við spurningum eins og: Hver ræður aðgengi fjölmiðla að vettvangi snjóflóða og hafa orðið viðhorfsbreytingar á hlutverki fjölmiðla síðustu 50 ár þegar kemur að umfjöllun um snjóflóð? Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að margt getur spilað inn í þegar kemur að aðgengi fjölmiðla að vettvangi náttúruhamfara eins og snjóflóða. Þar spila inn í aðstæður sem enginn fær ráðið við eins og veður og færð, en líka mannlegur þáttur eins og samskipti fjölmiðla við yfirvöld sem stjórna á vettvangi. Fjölmiðlabann sem sett var á Súðavík eftir flóðin þar er dæmi um hvernig mannlegur þáttur hefur áhrif á aðgengi fjölmiðla að vettvangi og hefur verið umdeilt hvernig staðið var að því. Fjölmiðlaumfjallanir eru oft umdeildar en niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að fólk væri oftast hlynnt umfjöllunum fjölmiðla um hörmulega atburði sem þessa, svo lengi sem almenn virðing og nærgætni væri sýnd, en slíkt er í samræmi við þriðju grein siðareglna Blaðamannafélags Íslands. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að hamförum, bæði eru þeir að halda fólki í samfélaginu upplýstu um það sem er í gangi en einnig að miðla ...