,,KrakkaRÚV er um börn, frá börnum, til barna." : hefur hugmyndafræði KrakkaRÚV náð eyrum íslenskra barna?

Ritgerð þessi er lögð fram til BA-prófs í fjölmiðlafræði á Hug- og félagsvísindasviði við Háskólann á Akureyri. Efnistök og umfjöllunarefni ritgerðarinnar snúa að áhorfi íslenskra barna á hvers kyns barnaefni úr ýmsum fjölmiðlagáttum. Megin viðfangsefni ritgerðarinnar verður þó aðallega haft á barna...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásthildur Hannesdóttir 1989-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36084
Description
Summary:Ritgerð þessi er lögð fram til BA-prófs í fjölmiðlafræði á Hug- og félagsvísindasviði við Háskólann á Akureyri. Efnistök og umfjöllunarefni ritgerðarinnar snúa að áhorfi íslenskra barna á hvers kyns barnaefni úr ýmsum fjölmiðlagáttum. Megin viðfangsefni ritgerðarinnar verður þó aðallega haft á barnaefni sem framleitt er af KrakkaRÚV og þá hugmyndafræði sem þar liggur að baki. Aukin snjalltækjanotkun barna verður höfð til hliðsjónar og verður meðal annars kannað hvort sú hugmyndafræði sem liggur að baki KrakkaRÚV sé að skila tilætluðum árangri í samkeppni við samfélagsmiðla og alþjóðlegar streymisveitur. Til þess að hægt væri að svara spurningunni þá var aðal áherslan á framleiðendur og dagskrárgerðarfólk hjá KrakkaRÚV. Tekin voru viðtöl við tvo af aðal aðstandendum og dagskrárgerðarmönnum á KrakkaRÚV, þau Sigyn Blöndal og Jóhannes Ólafsson. Þar með voru upplýsingar fengnar um þeirra vinnubrögð ásamt að leitast eftir því að fá ákveðna yfirsýn á hugmyndafræðina sem þar liggur að baki í framleiðslunni. Einnig var lögð fram spurningarkönnun sem ætluð var foreldrum barna á aldrinum 1-15 ára til þess að fá skýrari mynd af sjónvarpsáhorfi íslenskra barna. Þá voru einnig tekin eigindleg viðtöl við fjóra foreldra barna á þessu aldursbili. Forsendur fyrir þátttöku í viðtölunum voru þær að foreldrarnir fjórir þyrftu að eiga að minnsta kosti eitt barn úr hverju skólastigi fyrir sig. Þessi stig eru: leikskólastig; yngsta stig í grunnskóla, miðstig í grunnskóla og efsta stig í grunnskóla. Niðurstöðurnar gefa nokkuð mikilsverða vísbendingu um að KrakkaRÚV sé mjög fylgið sér og sinni hugmyndafræði. Hins vegar virðist margt benda til þess að sú hugmyndafræði sem liggur að baki KrakkaRÚV sé ekki að ná til íslenskra barna eins og vonast er eftir. This thesis is submitted as a part of Baccalaureus Artium-degree in Media Studies at University of Akureyri. Resources and topics of this thesis are focus on screen time of Icelandic children watching all sorts of children‘s programs from different avenues. The main objective of the ...