Samkynhneigð fótboltamanna : rannsókn á knattspyrnumenningu karla í efri deildum á Íslandi

Samkynhneigð karla í knattspyrnu er mjög falin og svo virðist sem engir opinberlega samkynhneigðir karlar spili í efstu deildum íþróttarinnar. Knattspyrna er ein vinsælasta íþrótt í heimi, gríðarlegur fjöldi fólks fylgist með íþróttinni eða spilar hana. Karlmennskuhugmyndir og menning karla í knatts...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ástrós Anna Klemensdóttir 1993-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36079
Description
Summary:Samkynhneigð karla í knattspyrnu er mjög falin og svo virðist sem engir opinberlega samkynhneigðir karlar spili í efstu deildum íþróttarinnar. Knattspyrna er ein vinsælasta íþrótt í heimi, gríðarlegur fjöldi fólks fylgist með íþróttinni eða spilar hana. Karlmennskuhugmyndir og menning karla í knattspyrnu á Íslandi verður skoðuð út frá eigindlegum viðtölum við fimm íslenska leikmenn sem hafa reynslu af efstu deildum knattspyrnu hérlendis. Þá verður jafnframt reynt að útskýra hví engir leikmenn efstu deilda séu opinberlega samkynhneigðir. Hugmyndir Michel Foucault um alsjá (e. panopticon), orðræðu (e. discourse) og vald (e. power) verða nýttar til hliðsjónar ásamt kenningum Eric Anderson og Raewyn Connell um ólíkar gerðir karlmennsku. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar um málaflokkinn erlendis, þá aðallega í Englandi, en fótboltamenningin er mikil þar. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar hérlendis sem henda reiður á sömu rannsóknarspurningu og þessa verkefnis. Samskipti leikmanna verður rannsökuð ásamt menningu karlaknattspyrnunnar og orðræðu tengda íþróttinni meðal leikmanna og þjálfara. Birtingarmyndir karlmennsku í knattspyrnu, þar sem gagnkynhneigð er í hávegum höfð og staðalmyndir hins dæmigerða karlmanns áberandi, eru mjög einkennandi í frásögnum viðmælenda. Markmið ritgerðarinnar er í senn að útskýra knattspyrnu út frá þeirri menningu sem þar er við lýði sem og að svara því hvers vegna engir opinberlega samkynhneigðir leikmenn spila í efstu deildum hérlendis. Lykilorð: samkynhneigð, gagnkynhneigð, karlmennska, menning, knattspyrna. Homosexuality among male elite football players is a hidden phenomenon and no players in top leagues around the world are openly gay. Football is one of the most popular sports in the world and numerous people observe and play it and it is an integral part of society. Masculinity theories and the culture of Icelandic football will be reviewed by way of interviews with five Icelandic players who have all experienced playing for the top leagues in Iceland. Furthermore, absence of ...