Atvinnu- og verðmætasköpun í kjölfar vísifjárfestinga á Íslandi

Ýmsar áskoranir herja á efnahagskerfi og vinnumarkaði þjóða. Umhverfisþættir undirstrika sífellt betur mikilvægi nýsköpunar. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft feiknamikil áhrif á íslenskt hagkerfi sem og hagkerfi annarra þjóða. Hann hefur sérstaklega haft áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi, sem er ei...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Kristín Ágústsdóttir 1996-, Unnur Svala Vilhjálmsdóttir 1996-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36070
Description
Summary:Ýmsar áskoranir herja á efnahagskerfi og vinnumarkaði þjóða. Umhverfisþættir undirstrika sífellt betur mikilvægi nýsköpunar. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft feiknamikil áhrif á íslenskt hagkerfi sem og hagkerfi annarra þjóða. Hann hefur sérstaklega haft áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi, sem er einkar mikilvæg fyrir íslenskt hagkerfi. Þá hefur verið talað um alþjóðageirann og mikilvægi þess að hann stækki til að halda í við sjálfbæran hagvöxt. Rannsókn þessi snýr að áhrifum vísisjóðanna Frumtak 1, Eyrir Sprotar, Eyrir Invest og Crowberry Capital á atvinnu- og verðmætasköpun sem á sér stað við fjárfestingu þessara sjóða á Íslandi. Megindlegu og eigindlegu niðurstöðurnar styðja við þá tilgátu að vísisjóðir séu mikilvægur þáttur í atvinnusköpun á Íslandi. Vísisjóðir skapa fleiri störf fyrir karlmenn en konur og var munurinn afgerandi. Einnig fékkst sú niðurstaða að vísifjárfestingar fara fremur til karlkyns stofnenda en kvenkyns stofnenda. Störf sem skapast út frá fjárfestingu vísisjóða eru hálaunastörf sem byggja á hugviti og falla undir hugbúnaðar- og tæknigeirann. Niðurstöður viðtala bentu til þess að mikilvægt sé að efla menntun sem snýr að skapandi greinum og að örva frjóa og gagnrýna hugsun. Meginniðurstöður gáfu sterklega til kynna að vísisjóðir leiði til verðmætasköpunar. Laun eru hærri hjá fyrirtækjum sem hafa fengið vísifjárfestingu ásamt því að atvinnusköpunin er umsvifameiri. Til að skapa eitt starf þarf 11,7 milljóna króna vísifjárfestingu sem skilar sér óbeint til baka í formi skatttekna á innan við þremur árum. Lykilorð: Vísisjóðir, atvinnusköpun, verðmætasköpun, Ísland, efnahagur