Hvernig má nýta verkfæri straumlínustjórnunar í flugrekstri?

Markmið ritgerðarinnar er að greina og meta árangur flugfélagsins Air Iceland Connect á því að nýta sér aðferðafræði straumlínustjórnunar. Einnig verður greint hvaða verkfæri innan aðferðafræðinnar hafa nýst skipulagsheildinni og með hvaða árangri. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og tekin...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Vala Gauksdóttir 1983-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36063
Description
Summary:Markmið ritgerðarinnar er að greina og meta árangur flugfélagsins Air Iceland Connect á því að nýta sér aðferðafræði straumlínustjórnunar. Einnig verður greint hvaða verkfæri innan aðferðafræðinnar hafa nýst skipulagsheildinni og með hvaða árangri. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og tekin viðtöl við sex viðmælendur sem hafa allir starfað hjá skipulagsheildinni og hafa góða þekkingu og reynslu á viðfangsefninu. Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að Air Iceland Connect er að nýta sér hin ýmsu verkfæri úr straumlínustjórnun í daglegum rekstri og að það sé margt sem bendir til þess að það sé gert með góðum árangri. Allir viðmælendur eru sammála því að þau nýta sér hin ýmsu verkfæri straumlínustjórnunar að einhverju leyti.