Skipan dómara við Landsrétt : hvað fór úrskeiðis?

Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla um og leitast við að greina hvað fór úrskeiðis þegar 15 dómarar voru skipaðir við Landsrétt þann 8. júní 2017, þegar dómstólnum var komið á fót. Í ritgerðinni verður greint frá sögu embættisveitinga og hlutverki ráðherra, ásamt því að farið verður yfir ráðherr...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Erla Bjarný Jónsdóttir 1988-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36029
Description
Summary:Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla um og leitast við að greina hvað fór úrskeiðis þegar 15 dómarar voru skipaðir við Landsrétt þann 8. júní 2017, þegar dómstólnum var komið á fót. Í ritgerðinni verður greint frá sögu embættisveitinga og hlutverki ráðherra, ásamt því að farið verður yfir ráðherraábyrgð og sögu hennar. Fjallað verður um dómstólalög nr. 15/1998 og þær breytingar sem gerðar hafa verið á þeim, sérstaklega með tilliti til skipana í embætti dómara. Farið verður yfir hvernig breytingunum var ætlað að hafa áhrif á hlutleysi og sjálfstæði dómstóla og gera greinargóð skil á milli framkvæmdar- löggjafar- og dómsvaldsins. Einnig verður farið yfir ný lög um dómstóla nr. 50/2016. Þá er farið yfir hvernig skipun dómara er háttað á Norðurlöndunum og hvort við megum taka eitthvað til okkar frá nágrannaþjóðum okkar. Velt verður við þeim steini hvort að framkvæmdarvaldið sé með of mikil ítök þegar kemur að skipan í embætti dómara og skapi þar með hættu varðandi hlutleysi og sjálfstæði dómstólanna. Rík krafa er gerð um hlutleysi og sjálfstæði dómstólanna og mikilvægt að málsmeðferð við skipun dómara sé hlutlaus og eftir málsmeðferðarreglum stjórnsýslulaga og annarra laga sem við eiga. The appointment of judges to Landsréttur – What went wrong? The purpose of this thesis is to discuss and seek to analyze what went wrong when 15 judges were appointed at Landsréttur on the 8th of June, 2017, when the court was established. The thesis will discuss the history and law frame around appointing judges. The Judical Act, no. 15/1998, and the changes that have been made to them, especially regarding the appointments of judges. Consideration will be given to how the changes were intended to affect the impartiality and independence of the judiciary and make a clear distinction between the divisions of authority of the state in Iceland is between the legislative, executive and judicial powers. Questions whether the executive power has too much influence when it comes to appointing judges, thereby creating a danger of ...