Beitarréttur : lögfestar takmarkanir í þágu náttúruverndar

Ritgerð þessari er ætlað að skilgreina inntak beitarréttinda og hvernig löggjafinn hefur sett slíkum réttindum skorður í þágu náttúruverndar í því skyni að varpa ljósi á hvort núverandi framkvæmd nái fyllilega að tryggja þá verndarhagsmuni sem að er stefnt í lögum. Í upphafi ritgerðar verður leitast...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lilja Sigríður Jónsdóttir 1990-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36028
Description
Summary:Ritgerð þessari er ætlað að skilgreina inntak beitarréttinda og hvernig löggjafinn hefur sett slíkum réttindum skorður í þágu náttúruverndar í því skyni að varpa ljósi á hvort núverandi framkvæmd nái fyllilega að tryggja þá verndarhagsmuni sem að er stefnt í lögum. Í upphafi ritgerðar verður leitast við að skýra inntak beitarréttar. Í því skyni verður fjallað um beitarrétt sem eignarréttindi og tengsl við atvinnufrelsi. Einnig verður fjallað um beitarrétt í tengslum við eignarréttarlega stöðu lands. Þá verður farið yfir afmörkun beitarréttar eins og hann birtist í lögum. Í ritgerðinni verður einnig fjallað um stjórnskipuleg skilyrði sem þurfa að vera uppfyllt svo setja megi eignarréttindum á borð við beitarrétt skorður. Sjónarmið um náttúru-, umhverfisvernd og sjálfbæra nýtingu hefur verið veitt aukið vægi í lagasetningu í seinni tíð. Í því sambandi hefur löggjafinn sett ýmsar skorður við ráðstöfun og hagnýtingu náttúruauðlinda á borð við gróður og jarðveg sem miðar að því að vernda umhverfi og náttúru landsins. Í meginefni ritgerðar verður fjallað um helstu lagalegu takmarkanir á beitarrétti sem settar hafa verið í þessu skyni. Niðurstaða ritgerðarinnar bendir til að núgildandi regluverk um takmarkanir á beitarrétti í þágu náttúruverndar veiti ekki nægjanlega tryggingu eða aðgang að virkum úrræðum vegna ágangs búfénaðar. Af þeim sökum megi telja að vafi ríki um að tilhögun og framkvæmd eftirlits sé viðeigandi og samræmd. Þá virðast ákveðnar brotalamir vera á virkum úrræðum. This thesis is intended to define the content of grazing rights in Iceland and the ways in which the legislature has restricted such rights in the interest of conservation in order to highlight whether the current implementation can fully guarantee the conservation interests that are envisaged by law. The first section clarifies the content of grazing rights. To that end, grazing rights will be discussed as property rights, followed by a discussion of their ties to freedom of employment and ownership of land. The thesis will further review ...