Umfang, ábendingar og fylgikvillar gangráðsaðgerða á Landspítala

Gangráðsaðgerðir eru algengar á Íslandi sem og í öllum heiminum. Til eru margar rannsóknir sem hafa tekið saman algengustu fylgikvillana, og margar þjóðir eru með gagnagrunna sem halda utan þau gögn. Fylgikvillum eftir gangráðsígræðslur hefur verið lýst á Landspítala en tíðni þeirra hefur aldrei áðu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Birgir Magnússon 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35996
Description
Summary:Gangráðsaðgerðir eru algengar á Íslandi sem og í öllum heiminum. Til eru margar rannsóknir sem hafa tekið saman algengustu fylgikvillana, og margar þjóðir eru með gagnagrunna sem halda utan þau gögn. Fylgikvillum eftir gangráðsígræðslur hefur verið lýst á Landspítala en tíðni þeirra hefur aldrei áður verið rannsökuð. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni fylgikvilla og afleiðingar þeirra hjá einstaklingum sem fengu nýjan gangráð á Landspítala árin 2014-2016. Rannsóknin er afturskyggn gagnarannsókn og farið var yfir sjúkraskrár allra einstaklinga sem fengu gangráð á tímabilinu. Grunnupplýsingar, ásamt upplýsingum um fylgikvilla voru skráðar niður í gagnagrunn. Rannsóknin náði til 712 einstaklinga, 440 karla og 272 kvenna. Alls höfðu 82 (11.5%) einstaklingar fengið einhvern fylgikvilla, 39 (8.9%) karlar og 43 (15.8%) konur. Tíðni fylgikvilla var tölfræðilega marktækt hærri hjá konum en körlum (p=0.007). Algengasti fylgikvillinn á rannsóknartímabilinu var enduraðgerð vegna vandamála með leiðslu eða leiðslur, en alls þurftu 55 (7.7%) einstaklingar að fara í enduraðgerð. Tíðni leiðsluvandamála var hærri hjá konum heldur en körlum (p=0.03), og oftar var vandi með akkerisleiðslur miðað við skrúfleiðslur (p=0.006). Alvarlegir fylgikvillar voru sjaldgæfir. Til þess að bæta meðferð og draga úr líkum á fylgikvillum er mikilvægt að skrá niður upplýsingar um tíðni þeirra og afleiðingar. Pacemaker implantations are a common procedure in Iceland as in the rest of the world. Many have studied the most common complications, and many countries have nationwide pacemaker registries that contain these data. Complications after pacemaker implantations have been described at Landspítali, but their frequency is unknown. The aim of this study is to study the rate of complications and the consequences for individuals that had a new pacemaker implanted at Landspítali from January 1, 2014 until December 31, 2016. Patient charts of individuals that got a pacemaker implanted during the study period were reviewed in this ...