Beislun endurnýjanlegrar orku til húshitunar í Bíldsey

Ritgerð þessi er lokaverkefni í véliðnfræði við Háskólann í Reykjavík. Markmið þessarar ritgerðar er að kanna möguleikann á húshitun með endurnýjanlegri orku í litlu húsi sem staðsett er á eyju í Breiðafirði. Leitast verður eftir að fá svör við því hvort hægt sé að dvelja í húsi eyjunnar allan ársin...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Gunnar Örn Bragason 1992-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35984
Description
Summary:Ritgerð þessi er lokaverkefni í véliðnfræði við Háskólann í Reykjavík. Markmið þessarar ritgerðar er að kanna möguleikann á húshitun með endurnýjanlegri orku í litlu húsi sem staðsett er á eyju í Breiðafirði. Leitast verður eftir að fá svör við því hvort hægt sé að dvelja í húsi eyjunnar allan ársins hring. Það hefur ekki verið möguleiki hingað til vegna lélegrar húshitunaraðferðar sem notast er við í dag. Ritgerðin inniheldur þrjár rannsóknarspurningar þ.e. hversu mikið varmatap á sér stað í húsi eyjunnar, hverskonar varmadæla getur endurheimt þann varma og í lokin hvers konar endurnýjanlega orku er hægt að beisla til að knýja varmadæluna. Notast var við nokkra útreikninga við úrlausn á verkefninu, þ.á.m. var reiknað heildarvarmatap húss, út frá þeim niðurstöðum var síðan fundin varmadæla sem gat annað hitaþörf hússins. Þegar búið var að velja réttu varmadæluna var kominn grundvöllur fyrir hönnun rafkerfis.