Aukin ferðaþjónusta á Akureyri yfir lágönn - hindranir og tækifæri.

Akureyri er vinsæll áfangastaður ferðamanna yfir sumartímann. Þar sem stutt er í margar náttúruperlur á Norðurlandi til dæmis Mývatnssveit. Það eru því fjölmargir ferðamenn sem heimsækja staðinn að sumri til. Sömu sögu er ekki að segja um komu ferðamanna yfir vetrarmánuðina. Þar af leiðandi eru reks...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Skúli Halldórsson 1996-, Högni Oddsson 1996-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35935
Description
Summary:Akureyri er vinsæll áfangastaður ferðamanna yfir sumartímann. Þar sem stutt er í margar náttúruperlur á Norðurlandi til dæmis Mývatnssveit. Það eru því fjölmargir ferðamenn sem heimsækja staðinn að sumri til. Sömu sögu er ekki að segja um komu ferðamanna yfir vetrarmánuðina. Þar af leiðandi eru rekstrarskilyrði fyrirtækja í ferðaþjónustu erfiðari þar sem miklar árstíðarbundnar sveiflur hafa áhrif á ferðaþjónustu svæðisins. Því er mikilvægt að efla ferðaþjónustu yfir lágönn til þess að bæta rekstrarskilyrði og hagsæld allt árið um kring. Ef hægt er að skapa grundvöll fyrir heilsársferðaþjónustu á Akureyri leiðir það af sér sjálfbærni ferðaþjónustu á svæðinu. Þessi rannsókn snýr því að ferðaþjónustu yfir lágönn á Akureyri, hvernig hægt væri að efla hana og hvaða hindranir þarf að yfirstíga. Til þess að öðlast þekkingu á viðfangsefni rannsóknarinnar voru tekin fimm viðtöl með eigindlegum hætti við aðila sem starfa við eða þekkja til ferðaþjónustu á Akureyri. Að gagnaöflun lokinni komu í ljós styrkleikar og veikleikar Akureyrar sem áfangastaðar, ásamt tækifærum og hindrunum í átt að aukinni fjölgun ferðamanna yfir lágönn. Niðurstöður sýndu fram á að bættar vega samgöngur og aukin uppbygging Akureyrarflugvallar væru helstu hindranir sem Akureyri stæði frammi fyrir hvað varðar fjölgun ferðamanna yfir lágönn. Skortur á afþreyingu svo sem náttúruböð og náttúrutengdar sýningar var meðal þeirra tækifæra sem Akureyri gæti byggt upp til þess að skapa frekara aðdráttarafl til þess að mæta þörfum ferðamanna.