Áhrif Sogsvirkjana á náttúru og samfélag við Úlfljótsvatn

Í eldri virkjanaframkvæmdum var náttúran ekki höfð að leiðarljósi á sama hátt og reynt er að gera í dag með mati á umhverfisáhrifum. Því þótti sjálfsagt að breyta ásýnd svæða fyrir þarfir okkar mannanna. Það var gert í kjölfar byggingu Sogsvirkjanna er vatnsyfirborð Úlfljótsvatns var hækkað. Þótti þ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hugrún Harpa Björnsdóttir 1997-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35885
Description
Summary:Í eldri virkjanaframkvæmdum var náttúran ekki höfð að leiðarljósi á sama hátt og reynt er að gera í dag með mati á umhverfisáhrifum. Því þótti sjálfsagt að breyta ásýnd svæða fyrir þarfir okkar mannanna. Það var gert í kjölfar byggingu Sogsvirkjanna er vatnsyfirborð Úlfljótsvatns var hækkað. Þótti það henta betur fyrir Reykvíkinga sem fengu rafmagn frá svæðinu leitt í gegnum nærsamfélag virkjananna án viðkomu bæjanna í kring. Dæmi er að bær við Þingvallavatn fékk ekki rafmagn fyrr en 43 árum eftir gangsetningu Ljósafossstöðvar. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvaða áhrif koma Sogsvirkjana hafði á nærumhverfi Úlfljótsvatns, með sérstakri áherslu á kortlagningu strandlínubreytinga sem urðu í kjölfar hækkunarinnar á vatnsyfirborðinu. Farið var í gegnum gömul gögn frá svæðinu og virkjanaframkvæmdum, áreiðanleiki þeirra kannaður og athugað hvernig söguleg gögn nýtast við rannsókn sem þessa. Niðurstöður kortlagningarinnar sýndu mun sem talinn var minni í fyrstu, en í ljós komu meiri áhrif á lífríki en gert var ráð fyrir, auk þess hvernig samfélagið varð ekki eins sterkt og vonir voru bundnar við. In past times, nature was not as significant a factor in the planning of power plant construction as it has become today. To alter the landscape in order to accommodate people‘s need for electricity seemed an obvious choice as was made apparent by the construction of Sogsvirkjanir. In constructing the first of three hydroelectric power plants present in Sogið, lake Úlfljótsvatn‘s water level was increased by a meter in order to satiate the growing population‘s electricity needs, sacrificing the surrounding landscape and nature in the process. Despite the surrounding community having a view of the lights and power lines that crossed their land, some of them did not begin receiving electricity from the power plants until 43 years later. The research present in this paper observes the effects of the power plants on the community and nature surrounding lake Úlfljótsvatn, with an emphasis on mapping the change of its ...