Menningarbærinn Hafnarfjörður: stöðugreining og framtíðarsýn út frá sjónarhorni heimamanna

Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að kanna viðhorf íbúa í Hafnarfirði til stöðu menningarmála í Hafnarfirði. Í dag er litið á menningu sem mikilvægt tól í svæðaþróun þar sem hún hefur mikil áhrif á efnahagsleg og samfélagsleg gæði. Hafnarfjarðarbær leggur mikið upp úr menningarstarfi sínu. Áhugave...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ragnar Már Jónsson 1997-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35876
Description
Summary:Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að kanna viðhorf íbúa í Hafnarfirði til stöðu menningarmála í Hafnarfirði. Í dag er litið á menningu sem mikilvægt tól í svæðaþróun þar sem hún hefur mikil áhrif á efnahagsleg og samfélagsleg gæði. Hafnarfjarðarbær leggur mikið upp úr menningarstarfi sínu. Áhugavert en jafnframt mikilvægt er að kanna hvað heimamönnum finnst um þá vinnu sem lögð er í menningarmálin í bænum og það menningarlíf sem skapast sem afrakstur þess til að sjá hver staðan sé og hvert eigi að stefna. Rannsóknin byggir á megindlegum spurningarlista sem sendur var út á tiltekna vettvanga á netinu til að kanna viðhorf íbúa til málaflokksins og hvert eigi að stefna. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að almennt séð eru heimamenn afar ánægðir með menningarlífið í heimabænum þó að gera megi betur og bæta í á vissum sviðum. Flestir telja að menningarlíf Hafnarfjarðar sé búið að vera í mikilli uppsiglingu undanfarið og að bærinn sé orðinn mjög skemmtilegur og lifandi staður að búa á. Hins vegar er ekki endilega hugað jafn vel að öllum aldurshópum í menningarstarfinu ásamt því að kominn sé tími á að endurskoða menningarstefnu bæjarins. Einnig þyrfti að markaðssetja menningarstarfið betur út á við bæði fyrir heimamenn og fyrir utanaðkomandi gesti til að efla ferðamennsku í bænum. The subject of this project is to analyse the attitude of local inhabitants towards the state of cultural activities in Hafnarfjörður. Nowadays, culture is defined as a major tool for regional development as it has a great effect on economical and social qualities. The town puts a lot of effort in their cultural activities. It is interresting and significant to analyse how the locals feel about the work effort that the town puts into their cultural activities to see where they stand and where they should aim to in the future. The research project is based on quantitative questionnaire that was submitted to particular fields on the internet to achive the defined goals. The main outcome of the research was that the local inhabitants ...