„Guðlaug er aðeins fyrsta skrefið“: Vellíðunarferðaþjónusta og lífsgæði íbúa á Akranesi

Hraði lífsins er mikill í heiminum í dag og fólk á í auknum mæli við tilfinningaleg og andleg vandamál að stríða. Fólk hefur því sífellt meiri þörf fyrir að slaka á og sækir í annan ferðamáta en áður. Vellíðunarferðamennska heyrir undir heilsuferðamennsku og snýst um að rækta andlega heilsu fólks me...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Valdís Björg Friðriksdóttir 1996-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35867
Description
Summary:Hraði lífsins er mikill í heiminum í dag og fólk á í auknum mæli við tilfinningaleg og andleg vandamál að stríða. Fólk hefur því sífellt meiri þörf fyrir að slaka á og sækir í annan ferðamáta en áður. Vellíðunarferðamennska heyrir undir heilsuferðamennsku og snýst um að rækta andlega heilsu fólks með samþættingu líkama, huga og anda einstaklings, þar sem ferðamenn stunda til dæmis jóga, hugleiðslu, útivist, líkamsrækt og dekur. Ferðamennska getur því haft óhjákvæmilega áhrif á lífsgæði fólks þar sem hún þrífst, bæði jákvæð og neikvæð. Í þessari ritgerð er tilgangurinn að skyggnast inn í framtíðaráform Akraneskaupstaðar í tengslum við vellíðunarferðaþjónustu og kanna viðhorf íbúa á staðnum gagnvart hugsanlegri uppbyggingu ferðaþjónustu af þessu tagi. Einnig verður reynt að varpa ljósi á hvaða áhrif uppbyggingin hefur á íbúa samfélagsins og hvernig halda megi neikvæðum áhrifum í lágmarki. Við gerð ritgerðarinnar voru tekin þrjú viðtöl við fulltrúa úr stjórnsýslu sveitarfélagsins og lögð var fyrir spurningakönnun fyrir íbúa Akraness. Niðurstöður benda til þess að fram undan sé mikil uppbygging tengdri vellíðunarferðaþjónustu á Akranesi við Langasand, og að íbúar séu almennt jákvæðir gagnvart því. In the fast pace of life emotional and mental health is affected increasingly. The need for a calm environment and relaxation has skyrocketed, which calls for changed travel habits. Wellness tourism is under the umbrella of health tourism and focuses on mental health by integrating the body, mind and spirit of an individual where travelers do yoga, medititation, outdoor and physical activity as well as treating themselves to a spa. Tourism can therefore inevitably affect people's quality of life where it thrives, both positively and negatively. The purpose of this thesis is to look into future plans in the town of Akranes in relation to wellness tourism and explore the opinion of the local community towards a potenital project development of this type of tourism in the town. Furthermore, it will attempt to look into the ...