Bæliáhrif krækilyngs (Empetrum nigrum) eftir kyni á spírun túnvinguls (Festuca rubra)

Krækilyng (Empetrum nigrum) er dvergrunni af lyngætt (Ericaceae) með útbreiðslusvæði í tempraðabeltinu og heimskautabeltinu og vex á Íslandi. Lengi var krækilyng flokkað í tvær undirtegundir E. nigrum ssp. nigrum sem er einkynja og E. nigrum ssp. hermaphroditum sem er tvíkynja en sú flokkun hefur ve...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðbjörg Ósk Jónsdóttir 1997-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35799
Description
Summary:Krækilyng (Empetrum nigrum) er dvergrunni af lyngætt (Ericaceae) með útbreiðslusvæði í tempraðabeltinu og heimskautabeltinu og vex á Íslandi. Lengi var krækilyng flokkað í tvær undirtegundir E. nigrum ssp. nigrum sem er einkynja og E. nigrum ssp. hermaphroditum sem er tvíkynja en sú flokkun hefur verið gagnrýnd á síðustu árum. Rannsóknir hafa sýnt að krækilyng í Skandinavíu stundar bælilíf sem gefur því forskot á nágrannaplöntur sínar í samkeppni um auðlindir, meðal annars með því að hamla vexti samkeppnisplantna og að bæliáhrifin séu sterkari hjá tvíkynja plöntum. Markmið þessarar rannsóknar er að athuga hvort að bæliáhrif eru mismikil milli kyns krækilyngsins. Krækilyngi var safnað haustið 2019 af þremur svæðum; hálendinu Skálafelli og láglendunum Mosfellsbær og Öskjuhlíð. Greinarnar voru kyngreindar, tekin voru laufblöð af annars árs sprotum sem voru notuð fyrir lífvirknipróf (e. bioassay), framkvæmt í febrúar 2020. Þar voru bæliáhrif krækilyngs á spírun túnvingulsfræja (Festuca rubra) skoðuð. Marktækur munur var á kynjahlutföllum eftir svæðum. Mest var af tvíkynja einstaklingum í Skálafelli og Mosfellsbæ en nánast eingöngu einkynja einstaklingar í Öskjuhlíð. Niðurstöður lífvirkniprófanna sýndu engan mun á bæliáhrifum á spírun milli kynja eða á milli einkynja (E. nigrum ssp. nigrum) og tvíkynja (E. nigrum ssp. hermaphroditum) einstaklinga. Enginn munur fannst á bæliáhrifum plantna eftir söfnunarsvæði. Af þessu má draga þá ályktun að enginn munur sé á bæliáhrifum eftir kyni krækilyngsins. Hins vegar kom í ljós að vatnsmagn hefur mikil áhrif á spírun túnvingulsfræja og því þarf að endurtaka tilraunina áður en hægt er að álykta að bæliáhrif séu sambærileg milli kynja krækilyngs. Crowberry (Empetrum nigrum) is a dwarf shrub in the heather family (Ericaceae) found in temperate and polar biomes including Iceland. Crowberries were once divided into two subspecies E. nigrum ssp. nigrum which is dioecious and E. nigrum ssp. hermaphroditum which is hermaphrodite, recently this classification been criticized. Research ...