Pneumókokkar í nefkoki leikskólabarna 2016-2020. Sýklalyfjanæmi og hjúpgerðir.

Inngangur: Pneumókokkar eru algeng orsök öndunarfærasýkinga og geta valdið alvarlegum sýkingum á borð við lungnabólgur, blóðsýkingar og heilahimnubólgur. Helsti meinvaldur pneumókokka er fjölsykruhjúpur og þekktar eru um 100 hjúpgerðir. Árið 2011 var farið að nota pneumókokkabóluefni gegn 10 hjúpger...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Emil Sigurðarson 1996-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35748
Description
Summary:Inngangur: Pneumókokkar eru algeng orsök öndunarfærasýkinga og geta valdið alvarlegum sýkingum á borð við lungnabólgur, blóðsýkingar og heilahimnubólgur. Helsti meinvaldur pneumókokka er fjölsykruhjúpur og þekktar eru um 100 hjúpgerðir. Árið 2011 var farið að nota pneumókokkabóluefni gegn 10 hjúpgerðum í ungbarnabólusetningar á Íslandi. Sýklalyfjaónæmi pneumókokka lækkaði í kjölfar bólusetninga en hefur farið vaxandi undanfarin ár. Mikilvægt er að fylgjast með þeirri þróun. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er yfirstandandi þversniðskönnun. Tilteknir 15 leikskólar úr þremur bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hafa tekið þátt frá árinu 2009. Árið 2020 tóku 8 leikskólar af 15 þátt. Rannsóknin náði til 2236 leikskólabarna sem tóku þátt á tímabilinu 2016-2020. Nefkoksýni voru tekin árlega í mars. Sýnunum var sáð til ræktunar á pneumókokkum. Hjúpgreining var gerð með Latex-kekkjunarprófi og PCR. Sýklalyfjanæmi var fundið með lyfjaskífum, stuðst við Eucast staðal, og E-test. Niðurstöður: Alls uxu pneumókokkar í 1184 sýnum af 2236, eða 53%. Hluti sýna var með >1 stofn, alls voru því pneumókokkastofnarnir 1278. Berahlutfall lækkaði með hækkandi aldri, var 67,7% hjá 1-2 ára og 39,2% 6-7 ára (p<0,001). Berahlutfall lækkaði á tímabilinu í Hafnafirði (60,7 í 49,7%, p<0,001) og Kópavogi (61,5 í 45,1%, p<0,01). Hækkun var á sýklalyfjaónæmi eftirfarandi flokka 2016-2020, (p<0,01): minnkað penicillin næmi (18.8 í 58,0%), erythromycin ónæmi (12,9 í 38,2%), tetracycline ónæmi (11,8 í 25,2%), clindamycin ónæmi (9,3 í 28,2%), co-trimoxazole ónæmi (11,5 í 22,1%), fjölónæmi (12,1 í 26,0%). Hækkun var á minnkuðu penicillin næmi á tímabilinu í Hafnafirði (22,6 í 63,9%), Kópavogi (22,9 í 47,9%) og Reykjavík (8,9 í 40,3%). Aukning var á algengi hjúpgerðar 6C á tímabilnu 13,8 í 22,1% (p<0,01), og aukning á minnkuðu penicillin næmi þeirrar hjúpgerðar 32,7 í 75,9% (p=0,018). Aukning var á algengi hjúpgerðar 35B á tímabilinu úr 0,6 í 6,9% (p<0,001), minnkað penicillin næmi og erythromycin ónæmi var hvort um sig 82%. ...