UNI-Connect

Þessi skýrsla er unnin í tengslum við lokaverkefni í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Markmið verkefnisins var að hanna smáforrit til að auðvelda samskipti milli nemenda, dæmatímakennara og kennara í háskólum. Forritið heitir UNI-Connect. Mikilvægasta virkni UNI-Connect er að nemendur og ken...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Arna Björg Auðunsdóttir 1996-, Daníel Aron Davíðsson 1996-, Ívar Óli Sigurðsson 1997-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35683
Description
Summary:Þessi skýrsla er unnin í tengslum við lokaverkefni í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Markmið verkefnisins var að hanna smáforrit til að auðvelda samskipti milli nemenda, dæmatímakennara og kennara í háskólum. Forritið heitir UNI-Connect. Mikilvægasta virkni UNI-Connect er að nemendur og kennarar geti leitað frjálst að öllum nemendum sem eru í skólanum og geti hafið samskipti við þau í gegnum smáforritið. UNI-Connect hefur aðra innbyggða virkni líkt og að skólinn geti stillt á mælaborði hvaða nemendur hafa aðgang að appinu, notendur geta skráð sig inn með notendanafni og lykilorði sem þeir hafa frá skólanum, notendur geta skoðað eldri skilaboð frá öðrum notendum kerfisins, skoða lista yfir alla í skólanum og einnig þá sem þú hefur haft samskipti við nýlega. Áhersla verður lögð á að UNI-Connect verði sem einfaldast í notkun fyrir notendur og verður viðmótið á ensku þar sem nemendur og kennarar eru ekki allir frá Íslandi og viljum við að allir geti nýtt sér UNI-Connect. UserManual og OperationsManual eru á ensku en lokaskýrslan er á íslensku.