Ánægja nemenda í hjúkrunarfræði með klínískt nám á Landspítala 2015-2019: Móttakan skiptir mestu

Bakgrunnur: Klínískt nám í heilbrigðisvísindagreinum á Íslandi fer að miklu leyti fram á Landspítala. Þar gefst nemendum í hjúkrunarfræði færi á því að efla og beita klínískri færni og þekkingu undir leiðsögn hjúkrunarfræðings. Erlendar rannsóknir gefa til kynna að fjölmargir þættir hafi áhrif á ánæ...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Gíslína Björg Tyrfingsdóttir 1995-, María Orradóttir 1997-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35620
Description
Summary:Bakgrunnur: Klínískt nám í heilbrigðisvísindagreinum á Íslandi fer að miklu leyti fram á Landspítala. Þar gefst nemendum í hjúkrunarfræði færi á því að efla og beita klínískri færni og þekkingu undir leiðsögn hjúkrunarfræðings. Erlendar rannsóknir gefa til kynna að fjölmargir þættir hafi áhrif á ánægju nemenda í hjúkrunarfræði með klínískt nám, svo sem að eiga í góðum samskiptum við klínískan leiðbeinanda. Tilgangur: Að bera saman niðurstöður ánægjukannana sem lagðar voru fyrir nemendur í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri eftir klínískt nám á Landspítala á árunum 2015-2019. Mælitækið samanstendur af sex staðhæfingum og merkja nemendur við hversu sammála þeir eru hverri og einni staðhæfingu. Markmiðið var að greina þá þætti sem hafa áhrif á ánægju íslenskra nemenda í hjúkrunarfræði í klínísku námi, með það fyrir augum að vekja athygli á þeim þáttum sem betur mættu fara. Rannsóknarspurningarnar voru: 1. Hvaða þættir hafa áhrif á ánægju íslenskra nemenda í hjúkrunarfræði í klínísku námi á Landspítala? 2. Er munur á ánægju nemenda á deildum innan sviðs lyflækninga eða skurðlækninga? 3. Á hvaða árum eru nemendur í hjúkrunarfræði ánægðastir með klínískt nám á Landspítala? Aðferðir: Síðgreining á gögnum (e. secondary data analysis) sem fengust frá Landspítala úr ánægjukönnunum sem þriðja árs nemendur við Háskóla Íslands svöruðu og einnig annars og þriðja árs nemendur frá Háskólanum á Akureyri. Beitt var lýsandi tölfræði og t-prófi við greiningu á gögnunum. Niðurstöður: Almennt eru nemendur ánægðir eftir klínískt nám á Landspítala. Nemendur voru mest ánægðir með móttökur á deildum þar sem þeir voru í klínísku námi (M=4,68, sf 0,75), en minnst ánægðir með aðstöðu nemenda á deildinni (M=3,92, sf 1,14). Marktækur munur var á ánægju nemenda eftir því á hvaða sviði klíníska námið fór fram (t(482)=3,07, p<0,05). Nemendur voru almennt ánægðari með klíníska námið á lyflækningadeildum (M=4,42, sf 0,62) heldur en á skurðlækningadeildum (M=4,24, sf 0,75). Umræður/ályktun: Niðurstöðurnar samræmast ...