Markaðsáætlun Arctic Barley: Tækifæri til sóknar á íslenskum markaði

Að stofna fyrirtæki og koma með nýja vöru á markað er verkefni sem þarfnast mikillar vinnu svo að vel takist til. Arctic Barley er íslenskt fyrirtæki sem kom fyrst með loftpoppuðu byggvörur sínar á markaðinn árið 2018 en fyrirtækið hefur ekki unnið að neinu markvissu markaðsstarfi. Í þessari ritgerð...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Steinunn Eva Óladóttir 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35585
Description
Summary:Að stofna fyrirtæki og koma með nýja vöru á markað er verkefni sem þarfnast mikillar vinnu svo að vel takist til. Arctic Barley er íslenskt fyrirtæki sem kom fyrst með loftpoppuðu byggvörur sínar á markaðinn árið 2018 en fyrirtækið hefur ekki unnið að neinu markvissu markaðsstarfi. Í þessari ritgerð verður sett fram markaðsáætlun fyrir Arctic Barley sem mun vonandi hjálpa þeim að færa sig nær markmiðum sínum. Markaðsáætlunin styðst við markaðsáætlunarferli Marian Burk Wood en uppbygging ritgerðarinnar er þannig að fræðilegu efni er samtvinnað við upplýsingar frá Hildi Guðrúnu Baldursdóttur, einni af eigendum Arctic Barley, og fyrirliggjandi gögnum ásamt niðurstöðum úr neytendakönnun höfundar. Byrjað var á greiningu á núverandi aðstæðum Arctic Barley með því að greina innra umhverfi fyrirtækisins. Ytra umhverfið var greint með greiningartólinu PESTEL til hliðsjónar og síðan var borið kennsl á styrkleika, veikleika, ógnir og tækifæri fyrirtækisins sem var síðan sett fram í SVÓT-greiningu. Þar á eftir var gerð rannsókn og greining á markaðnum og neytendum hans þar sem markaðurinn var skilgreindur. Borin voru kennsl á breytingar sem eru að eiga sér stað á markaðnum og hvernig hlutdeild markaðarins er. Þar næst var að mynda markaðshluta, ákveða hvernig ætti að miða að þeim markaðshlutum og hvernig ætti að staðfæra vörur fyrirtækisins í hugum neytenda. Markmiðasetning og ákvörðun á stefnu markaðsáætlunarinnar voru þar næst og var Vaxtarlíkan Ansoff notað til hliðsjónar við ákvörðun á vaxtarstefnu Arctic Baley. Var þá komið að samvali markaðsráðanna en þá var vandað til verka um hvernig ætti að samþætta alla markaðsráðanna ásamt því hvernig hægt er að byggja upp sterkt vörumerki með Vörumerkjavirðis líkani Keller. Farið var í hvað vörurnar hafa uppá að bjóða, hvernig ætti að verðsetja þær, hvar þær eru fáanlegar hvernig væri skynsamlegt að markaðssetja þær. Seinast en ekki síst var farið yfir hvernig Arctic Baley gæti mælt árangurinn af markaðsstarfinu og hvernig best væri að stjórna því, eftir innleiðingu ...