„Frábært tæki til að slá ryki í augun á fólki“ Upplifun stjórnenda á áhrifum jafnlaunavottunar á kjaraumhverfi

Ritgerðin er lokuð í 3 ár með samþykki Viðskiptafræðideildar. Í þessari rannsókn var skyggnst inn í upplifun stjórnenda í fyrirtækjum og stofnunum á höfuðborgarsvæðinu á áhrifum jafnlaunavottunar á kjaraumhverfi. Tekin voru viðtöl við 10 stjórnendur úr öllum geirum atvinnulífsins en jafnlaunavottun...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Gerða Björg Hafsteinsdóttir 1974-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35560
Description
Summary:Ritgerðin er lokuð í 3 ár með samþykki Viðskiptafræðideildar. Í þessari rannsókn var skyggnst inn í upplifun stjórnenda í fyrirtækjum og stofnunum á höfuðborgarsvæðinu á áhrifum jafnlaunavottunar á kjaraumhverfi. Tekin voru viðtöl við 10 stjórnendur úr öllum geirum atvinnulífsins en jafnlaunavottun hafði verið innleidd á vinnustöðum þeirra. Rannsóknin var unnin eftir aðferðum eigindlegrar aðferðafræði en söfnun og úrvinnsla gagna leiddi í ljós þrjú þemu. Þau eru „aukið skrifræði og kerfisvæðing“, „tilfærsla ákvörðunarvalds“ og „tálsýn“. Niðurstöður rannsóknarinnar eru í samræmi við markmið hennar en þær veita innsýn í upplifun stjórnenda á þeim áhrifum sem jafnlaunavottun hefur á kjaraumhverfi. Helstu niðurstöður benda til þess að þrátt fyrir skýran tilgang og markmið með lagasetningu jafnlaunavottunar séu áhrif hennar á kjaraumhverfi önnur og víðtækari. Upplifun viðmælenda bendir til aukins skrifræðis og kerfisvæðingar en launamálum er miðstýrt að mestu leyti, sérstaklega í almenna geiranum, en það styður við niðurstöður fyrri rannsókna á fyrirbærinu. Jafnframt hefur orðið tvíþætt tilfærsla á ákvörðunarvaldi launamála, annars vegar frá yfirmönnum starfsfólks til miðlægra stjórnenda og hins vegar frá skipulagsheildum til vottunaraðila. Auk þess gætir áherslubreytingar í kjarasamningsbundnum rétti launþega til árlegs starfsmannaviðtals. Sveigjanleiki vottunarinnar er vannýttur, huglægt mat er lagt á frammistöðu starfsfólks auk þess sem ósamræmi er í úttektaraðferðum vottunaraðila. Því er jafnlaunavottun að einhverju leyti tálsýn en við fyrstu sýn lítur út fyrir að virkni hennar sé réttmæt og áreiðanleg. Við nánari athugun koma hins vegar í ljós ákveðnir þættir sem geta gert það að verkum að hægt er að uppfylla skilyrði til jafnlaunavottunar þótt kynbundinn launamunur sé til staðar. This research reviews the experience of managers in companies and institutions in the metropolitan area of Iceland regarding the effect of the Equal Pay Certification on wage environment. 10 managers from all sectors of the economy ...