Hvað getur skýrt háa stéttarfélagsaðild á Íslandi? Erlendur samanburður

Markmið þessarar rannsóknar var að skoða sérstöðu stéttarfélagsaðildar á Íslandi. Sérstakar yrðingar úr grein Gylfa Dalmanns Aðalsteinssonar og Þórhalls Guðlaugssonar voru notaðar til að skoða og bera saman aðild á milli landa. Yrðingarnar eru: Forgangsréttarákvæði kjarasamninga, skylda atvinnureken...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Oddur Birnir Pétursson 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35557
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar var að skoða sérstöðu stéttarfélagsaðildar á Íslandi. Sérstakar yrðingar úr grein Gylfa Dalmanns Aðalsteinssonar og Þórhalls Guðlaugssonar voru notaðar til að skoða og bera saman aðild á milli landa. Yrðingarnar eru: Forgangsréttarákvæði kjarasamninga, skylda atvinnurekenda til að innheimta félagsgjöld starfsmanna, fjöldi opinberra starfsmanna á íslenskum vinnumarkaði, sérstök áhersla stéttarfélaga á að ná til ungs fólks á vinnumarkaði, tenging félagsaðildar við lífeyrissjóðakerfið og gamla Ghent kerfið. Í þessari rannsókn var notast við fyrirliggjandi tilbúin gagnasöfn. Aðallega var notast við OECD gagnagrunninn en einnig var notast við gagnagrunna frá Hagstofu Íslands, Statistics Sweden, Statistics Norway, Vinnumálastofnun Bandaríkjanna, Vinnumálastofnun Bretlands og að lokum ILO, Alþjóðlegu vinnumálastofnunina. Löndin sem voru borin saman við Ísland voru Bandaríkin, Bretland og hin Norðurlöndin. Niðurstöður þessa verkefnis voru þær að sérstaða Íslands liggur í þremur þáttum. Fyrsti þátturinn snýr að tveimur mikilvægustu yrðingunum að mati Gylfa og Þórhalls þegar kemur að hárri stéttarfélagsaðild á Íslandi, þ.e. forgangsréttarákvæðis og ákvæðis um sjálfkrafa innheimtu félagsgjalda af atvinnurekendum fyrir hönd stéttarfélaga. Engin af samanburðarlöndunum voru með bæði ákvæðin inni í flest öllum sameiginlegum kjarasamningum líkt og tíðkast á Íslandi. Annar þátturinn er fólginn í góðum árangri íslenskra stéttarfélaga í að ná til ungra launþega og launþega í hlutastörfum. Öll samanburðarlöndin hafa átt erfitt með að ná til þessa fólks. Þriðji þátturinn er að mati höfundar jákvætt viðhorf og stuðningur frá íslenska ríkinu til stéttarfélaga. Fyrir utan þessar sérstöður, styður rannsóknin einnig aðrar forsendur sem Gylfi og Þórhallur nefna í sinni rannsókn. Ísland á það sameiginlegt með öðrum löndum með hærri stéttarfélagsaðild að vera með stóran opinberan vinnumarkað og gamlar undirstöður frá Ghent kerfinu. The goal of this study is to examine what factors are unique in Iceland that ...