„Þetta hefur bara ekki verið gert“: Hagsmunaaðilagreining og verðmætasköpun í viðskiptatengdri ferðaþjónustu

Markmið þessarar rannsóknar er að rannsaka hvernig sé hægt að nota hagsmunaaðilagreiningu og greiningu á væntingum hagsmunaaðila til að stuðla að aukinni verðmætasköpun og bættri þjónustu fyrirtækisins Mice In Iceland fyrir félagsaðila sína. Rannsóknin var unnin í samstarfi við íslenskt fyrirtæki se...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Erla Kristín Kjartansdóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35447
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar er að rannsaka hvernig sé hægt að nota hagsmunaaðilagreiningu og greiningu á væntingum hagsmunaaðila til að stuðla að aukinni verðmætasköpun og bættri þjónustu fyrirtækisins Mice In Iceland fyrir félagsaðila sína. Rannsóknin var unnin í samstarfi við íslenskt fyrirtæki sem starfar innan viðskiptatengdrar ferðaþjónustu. Rannsakandinn vildi vinna raunverkefni sem myndi skapa virði fyrir fyrirtækið og var því fallist á að rannsaka hagsmunaaðila fyrirtækisins hvað væntingar þeirra varðar og uppfyllingu þeirra. Með því að greina samband fyrirtækisins við hagsmunaaðila sína var reynt að kryfja hvernig bæta mætti þjónustu þess við þá og stuðla að langvarandi og traustu viðskiptasambandi. Helstu tekjur fyrirtækisins eru félagsgjöld sem félagsaðilarnir greiða árlega. Því er mikilvægt að kanna hvernig samstarfið sé að uppfylla allar væntingar og þarfir hagsmunaaðilanna. Veitt þjónusta til félagsaðila Mice in Iceland er grunnstoð í rekstri fyrirtækisins. Regluleg endurskoðun í starfsemi fyrirtækja á þjónustusviði er skynsamleg og því ástæða til að rannsaka hvort veitt þjónustu sé í samræmi við væntingar og óskir. Munur á væntri þjónustu og efndri getur skapað þjónstubil sem fyrirtækið þarf að svara. Því er viðeigandi að rannsaka hagsmunaaðilastjórnun fyrirtækisins, greiningu á hagsmunaaðilum og væntingastjórnun. Framkvæmd var því eigindleg rannsókn þar sem viðtöl voru tekin við sex félagsaðila fyrirtækisins sem fjallað er um. Niðurstöðurnar leiða í ljós að það er að ýmsu að huga í sambandi fyrirtækja og hagsmunaaðila. Allir félagsaðilar sem rætt var við voru ánægðir með starfsemi fyrirtækisins en í ljós komu óuppfylltar væntingar sem hægt væri að sinna á skilvirkari hátt sem myndi leiða til aukinnar verðmætasköpunar. Tiltölulegar fáar rannsóknir hafa fengist við hagsmunaaðilastjórnun innan viðskiptatengdrar ferðaþjónustu hér á landi og því er það von höfundar að þessi ritgerð svari þeirri mögulegu eftirspurn.