Að vera ungur innflytjandi á atvinnumarkaði Afleiðingar búferlaflutnings, fordómar og líðan

Heimildasamantekt þessi er lokaverkefni höfunda til BS prófs í hjúkrunarfræði. Skoðað var hver reynsla innflytjenda er á atvinnumarkaði með áherslu á fordóma og andlega líðan. Einblínt var á inn-flytjendur á aldrinum 18-40 ára. Innflytjendum á Íslandi hefur fjölgað mikið síðastliðin ár og samhliða þ...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Inga Bergdís Gunnarsdóttir 1996-, Rakel Ösp Óskarsdóttir 1996-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35442
Description
Summary:Heimildasamantekt þessi er lokaverkefni höfunda til BS prófs í hjúkrunarfræði. Skoðað var hver reynsla innflytjenda er á atvinnumarkaði með áherslu á fordóma og andlega líðan. Einblínt var á inn-flytjendur á aldrinum 18-40 ára. Innflytjendum á Íslandi hefur fjölgað mikið síðastliðin ár og samhliða því hefur fjölbreytileiki mismunandi menningarheima aukist innan atvinnumarkaðsins hér á landi. Einstaklingar sem flytja í nýtt samfélag þurfa oft á tíðum gott stuðningsnet svo þeir geti aðlagast samfélaginu á sem heilbrigðasta hátt. Tilgangur samantektarinnar var að greina frá andlegri líðan ungra innflytjenda á atvinnumarkaði, varpa ljósi á upplifaða fordóma og athuga hvernig má bæta stöðuna innan heilbrigðiskerfisins. Einnig var skoðuð almenn líðan þeirra innflytjenda á atvinnumarkaði og hvaða áhrif búferlaflutningar hafa á þessa einstaklinga. Rýnt var í hlutverk hjúkrunarfræðinga og hver nálgun þessa skjólstæðingahóps er innan heilbrigðiskerfisins. Samantektin er fræðileg samantekt sem fólst í heimildaleit um fyrrnefnd viðfangsefni, heimilda var aflað meðal annars í gegnum gagnasöfnin PubMed, Leitir og Google Scholar ásamt fræðibókum, á tímabilinu janúar til apríl 2020. Niðurstöður rannsókna bentu til þess að andleg vanlíðan innflytjenda orsakast að hluta til af þáttum tengdum atvinnumarkaði, en oft á tíðum er þar að finna vettvang fordóma og mismununar. Eftir vinnslu þessarar ritgerðar var ljóst að þörf er á frekari rannsóknum á þessu efni hér á landi. Það er því von höfunda að með samantekt þessari sé hægt að vekja athygli á mikilvægi þess að uppræta fordóma í samfélaginu og vekja athygli á líðan ungra innflytjenda á atvinnumarkaði. Lykillhugtök: Innflytjendur, hjúkrunarfræði, andleg líðan, geðheilsa, fordómar, atvinnumarkaður. The authors of this essay are completing a four-year BS undergraduate program from the Faculty of Nursing at the University of Iceland. The aim was to investigate how immigrants, aged 18-40, ex-perience the Icelandic labor market, with mental health and prejudice being the main concern. ...