Mikilvægi hvatningar á vinnustað

Hvatakerfi af ýmsum toga finnast nú á vinnustöðum víðsvegar um heiminn. Ritgerð þessi fjallar um mikilvægi hvatningar á vinnustað og áhrif hvata á vinnuframlag starfsmanna. Vel hvattur starfsmaður er líklegri til þess að vera afkastamikill og ánægður í starfi en með ánægðara starfsfólki og bættu vin...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Oktavía Signý Hilmisdóttir 1996-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35438
id ftskemman:oai:skemman.is:1946/35438
record_format openpolar
spelling ftskemman:oai:skemman.is:1946/35438 2023-05-15T18:12:49+02:00 Mikilvægi hvatningar á vinnustað Oktavía Signý Hilmisdóttir 1996- Háskóli Íslands 2020-06 application/pdf http://hdl.handle.net/1946/35438 is ice http://hdl.handle.net/1946/35438 Viðskiptafræði Starfshvatning Vinnustaðir Thesis Bachelor's 2020 ftskemman 2022-12-11T06:57:58Z Hvatakerfi af ýmsum toga finnast nú á vinnustöðum víðsvegar um heiminn. Ritgerð þessi fjallar um mikilvægi hvatningar á vinnustað og áhrif hvata á vinnuframlag starfsmanna. Vel hvattur starfsmaður er líklegri til þess að vera afkastamikill og ánægður í starfi en með ánægðara starfsfólki og bættu vinnuframlagi þeirra er líklegra að sett markmið skipulagsheilda náist. Að framansögðu þarf að athuga kosti og galla hvers hvatakerfis því slíkt kerfi kann ekki endilega að skila þeirri frammistöðu sem unnið var að til að byrja með. Þá hafa ýmsar hvatakenningar verið settar fram en ritgerðin fjallar um þarfapíramída Maslow, tveggja þátta kenningu Herzberg, kenningu McClelland um þörf fyrir árangur, tengsl og völd, kenningu McGregor um X og Y, sanngirniskenninguna og að lokum væntingakenningu Vroom. Lagt var upp með rannsóknarspurningu: Skipta hvatar máli og, ef svo er, í hvaða formi? Markmið ritgerðar er að leita svara við þessari spurningu. Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í tengslum við ritgerðina leiddu í ljós jákvæð viðhorf þátttakenda gagnvart hvötum og með niðurstöðum er hægt að fullyrða að hvatar skipti máli. Form hvatanna var því skoðað og gerð athugun á því hvaða hvatningarþættir höfðu mest áhrif á þátttakendur rannsóknar. Niðurstöður gáfu til kynna að góð samskipti, bæði hjá samstarfsmönnum og yfirmönnum, hefðu mest áhrif á hvatningu starfsmanna. Þá var það að fá góð laun mikilvægasti hvatningarþátturinn hjá karlmönnum en hinn sami hvatningarþáttur þótti konum vera áttundi mikilvægasti hvatningarþátturinn af 31 gefnum. Niðurstöður rannsóknarinnar geta nýst stjórnendum skipulagsheilda sem stefna að notkun hvatakerfa til þess að ná fram bættu vinnuframlagi starfsfólks síns. Thesis sami Skemman (Iceland)
institution Open Polar
collection Skemman (Iceland)
op_collection_id ftskemman
language Icelandic
topic Viðskiptafræði
Starfshvatning
Vinnustaðir
spellingShingle Viðskiptafræði
Starfshvatning
Vinnustaðir
Oktavía Signý Hilmisdóttir 1996-
Mikilvægi hvatningar á vinnustað
topic_facet Viðskiptafræði
Starfshvatning
Vinnustaðir
description Hvatakerfi af ýmsum toga finnast nú á vinnustöðum víðsvegar um heiminn. Ritgerð þessi fjallar um mikilvægi hvatningar á vinnustað og áhrif hvata á vinnuframlag starfsmanna. Vel hvattur starfsmaður er líklegri til þess að vera afkastamikill og ánægður í starfi en með ánægðara starfsfólki og bættu vinnuframlagi þeirra er líklegra að sett markmið skipulagsheilda náist. Að framansögðu þarf að athuga kosti og galla hvers hvatakerfis því slíkt kerfi kann ekki endilega að skila þeirri frammistöðu sem unnið var að til að byrja með. Þá hafa ýmsar hvatakenningar verið settar fram en ritgerðin fjallar um þarfapíramída Maslow, tveggja þátta kenningu Herzberg, kenningu McClelland um þörf fyrir árangur, tengsl og völd, kenningu McGregor um X og Y, sanngirniskenninguna og að lokum væntingakenningu Vroom. Lagt var upp með rannsóknarspurningu: Skipta hvatar máli og, ef svo er, í hvaða formi? Markmið ritgerðar er að leita svara við þessari spurningu. Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í tengslum við ritgerðina leiddu í ljós jákvæð viðhorf þátttakenda gagnvart hvötum og með niðurstöðum er hægt að fullyrða að hvatar skipti máli. Form hvatanna var því skoðað og gerð athugun á því hvaða hvatningarþættir höfðu mest áhrif á þátttakendur rannsóknar. Niðurstöður gáfu til kynna að góð samskipti, bæði hjá samstarfsmönnum og yfirmönnum, hefðu mest áhrif á hvatningu starfsmanna. Þá var það að fá góð laun mikilvægasti hvatningarþátturinn hjá karlmönnum en hinn sami hvatningarþáttur þótti konum vera áttundi mikilvægasti hvatningarþátturinn af 31 gefnum. Niðurstöður rannsóknarinnar geta nýst stjórnendum skipulagsheilda sem stefna að notkun hvatakerfa til þess að ná fram bættu vinnuframlagi starfsfólks síns.
author2 Háskóli Íslands
format Thesis
author Oktavía Signý Hilmisdóttir 1996-
author_facet Oktavía Signý Hilmisdóttir 1996-
author_sort Oktavía Signý Hilmisdóttir 1996-
title Mikilvægi hvatningar á vinnustað
title_short Mikilvægi hvatningar á vinnustað
title_full Mikilvægi hvatningar á vinnustað
title_fullStr Mikilvægi hvatningar á vinnustað
title_full_unstemmed Mikilvægi hvatningar á vinnustað
title_sort mikilvægi hvatningar á vinnustað
publishDate 2020
url http://hdl.handle.net/1946/35438
genre sami
genre_facet sami
op_relation http://hdl.handle.net/1946/35438
_version_ 1766185297370939392