Tannáverkar og notkun íþróttatannhlífa hjá leikmönnum í handbolta og körfubolta á Íslandi

Inngangur: Tann-og andlitsáverkar í íþróttum eru nokkuð algengir, þeir geta valdið því að tennur losna, brotna eða verða fyrir öðrum skaða sem oft er varanlegur. Forvarnir gegn tannáverkum eru mikilvægar í öllum íþróttagreinum ekki síst þeim sem búast má við harkalegum árekstrum milli leikmanna. Til...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Heiða Ósk Guðmundsdóttir 1997-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35425
Description
Summary:Inngangur: Tann-og andlitsáverkar í íþróttum eru nokkuð algengir, þeir geta valdið því að tennur losna, brotna eða verða fyrir öðrum skaða sem oft er varanlegur. Forvarnir gegn tannáverkum eru mikilvægar í öllum íþróttagreinum ekki síst þeim sem búast má við harkalegum árekstrum milli leikmanna. Tilgangur: Hér á landi liggja fyrir takamarkaðar upplýsingar um tíðni tannáverka hjá íþróttafólki. Engar rannsóknir hafa beinst að þeim íþróttagreinum sem oft fylgja mikil átök, hraði og hlaup sem geta leitt til samstuðs og áverka í kjölfarið. Markmið rannsóknarinnar var að kanna algengni tannáverka og notkun íþróttatannhlífa meðal íþróttamanna í handbolta og körfubolta á Íslandi. Aðferðir: Rannsóknin var megindleg þar sem notað var hentugleikaúrtak. Þátttakendur voru iðkendur í handbolta eða körfubolta, þeir æfðu í einu af þremur íþróttafélögum á höfuðborgarsvæðinu sem tóku þátt í rannsókninni. Gögnum var safnað með rafrænum spurningalista sem samstarfsaðilar dreifðu. Reiknuð var lýsandi tölfræði út frá bakgrunnsupplýsingum, notað var kí-kvaðratpróf til að skoða dreifni og z-próf til að kanna hvort munur væri á hlutfallstíðni milli hópa miðað var við 95% öryggismörk í prófum. Niðurstöður: Alls svöruðu 65,5% (93/143) boði um þátttöku í rannsókninni. Fleiri karlar (M = 24,9 ár; ± 5,59) tóku þátt (57%) en konur (M = 22,8 ár; ± 4,84). Mikill meirihluti (81,7%; 76/93) þátttakenda hefur orðið fyrir höggi á andlitið eða tannáverkum, flestir áverkar voru á framtannasvæði í efri góm, karlar í handbolta höfðu oftar orðið fyrir áverka en karlkyns körfuboltamenn, meirihluti þátttakenda taldi líklegt eða mjög líklegt að verða fyrir tannáverkum í íþrótt sinni (64,5%: 60/93). Þrátt fyrir þessi viðhorf var notkun íþróttannhlífa lítil (17,7%; 14/79) og aðeins 25% (15/60) þeirra sem orðið höfðu fyrir tannáverka fengu sér íþróttahlíf eftir slysið. Ályktun: Niðurstöður benda til þess að auka þurfi fræðslu um íþróttatannhlífar og forvarnar gildi hennar, þannig mætti draga úr ótímabærum tannskaða meðal íþróttafólks og tryggja tannheilsu ...