„Sá kann ekki að stela sem ekki kann að fela.“ Athugun á sauðaþjófnaðarmálum í Eyjafjarðarsýslu 1697-1838

Viðfangsefni þeirra ritgerðar sem hér fer á eftir er sauðaþjófnaður í Eyjafjarðarsýslu á tímabilinu 1697 – 1838. Ritgerðin byggir á þeim 48 sauðaþjófnaðarmálum sem er að finna í dómabókum sýslumanna frá umræddu tímabili. Þrjú megin þema eru tekin fyrir. Í fyrsta lagi er leitast er við að skýra orsak...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir 1968-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/3534
Description
Summary:Viðfangsefni þeirra ritgerðar sem hér fer á eftir er sauðaþjófnaður í Eyjafjarðarsýslu á tímabilinu 1697 – 1838. Ritgerðin byggir á þeim 48 sauðaþjófnaðarmálum sem er að finna í dómabókum sýslumanna frá umræddu tímabili. Þrjú megin þema eru tekin fyrir. Í fyrsta lagi er leitast er við að skýra orsakir eða ástæður afbrotanna og jafnframt hugað að viðhorfum yfirvalda og sakborninga til brotsins. Í öðru lagi er fjallað um félagslegt taumhald, þ.e. leitast er við að skýra hvernig lögum og reglum var framfylgt í samfélagi þar sem engin eiginleg lögregla var til staðar. Í þriðja lagi er hugað að hlut kvenna og vinnuhjúa. Fram kemur að á 18. öld hafi sauðaþjófnaður einkum verið bundinn við harðindaár. Um aldamótin 1800 fjölgaði sauðaþjófnuðum nokkuð sem líklega má rekja til bætts opinbers eftirlits og virkara réttarkerfis. Þeir sem stálu voru einkum fátækir bændur sem gerðu það til bjargar sér og sínum. Þá benda niðurstöður til þess að sýslumenn hafi oft á tíðum litið til aðstæðna þessa fátæka fólks og tekið tillit til aðstæðna þess við dómsuppkvaðningu. Einnig kemur fram að félagslegt taumhald hafi verið mjög virkt í Eyjafirði á tímabilinu. Fólk fylgdist hvert með öðru og lagði sitt af mörkum til að upplýsa mál og koma í veg fyrir þjófnað. Nálægð við sýslumann skipti þó töluverðu máli í því samhengi. Mun færri konur koma við sögu í dómabókunum en karlar. Hlutur kvenna í sauðaþjófnaði fór vaxandi á síðari hluta tímabilsins og má einkum rekja til þess að harðar var gengið fram í að leita vitorðsmanna en konurnar voru miklu oftar dæmdar fyrir vitorð en þjófsverkið sjálft. Tiltölulega fá vinnuhjú voru dæmd fyrir sauðaþjófnað en margt bendir til að kjör þeirra hafi oft verið bág. Vinnufólk laut ströngu húsbóndavaldi og ýmislegt bendir til þess að það hafi þurft að leggjast í flakk á harðindatímum þegar enga vist var að fá.