Árangur og upplifun af Stelpur og tækni: „þessi dagur gefur þeim spark í rassinn“

Árlega býður Háskólinn í Reykjavík stúlkum í 9. bekk að sækja inngripið Stelpur og tækni. Inngripið er framkvæmt að alþjóðlegri fyrirmynd eftir tilmælum Upplýsinga- og fjarskiptastofnunar Sameinuðu þjóðanna um árlegan dag stúlkna í tækni. Markmið þessarar rannsóknar er tvíþætt, að meta árangur af in...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hildur Björg Vilhjálmsdóttir 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35292
Description
Summary:Árlega býður Háskólinn í Reykjavík stúlkum í 9. bekk að sækja inngripið Stelpur og tækni. Inngripið er framkvæmt að alþjóðlegri fyrirmynd eftir tilmælum Upplýsinga- og fjarskiptastofnunar Sameinuðu þjóðanna um árlegan dag stúlkna í tækni. Markmið þessarar rannsóknar er tvíþætt, að meta árangur af inngripinu og að varpa ljósi á upplifun þátttakenda af inngripinu. Árangur var metinn með því að leggja spurningalista fyrir þátttakendur fyrir og eftir Stelpur og tækni. Metin voru áhrif á viðhorf til fólks sem starfa við STEM greinar, áhugi á tækni, trú á eigin getu í tækni og áhugi á að starfa við tækni í framtíðinni. Niðurstöður sýna að dregið hafi úr neikvæðum viðhorfum til fólks sem starfa við STEM greinar. Einnig jókst áhugi og trú á eigin getu á iðntækni en ekki var munur á áhuga og trú á eigin getu á hugbúnaði. Þá jókst áhugi þeirra á að starfa við tækni í framtíðinni. Upplifun þátttakenda var rannsökuð með opnum einstaklingsviðtölum við fólk sem fylgdi stúlkunum á Stelpur og tækni árið 2019. Niðurstöðurnar gefa til kynna almenna ánægju með inngripið en upplifun á vinnustofum og fyrirtækjaheimsóknum hefur mest um það að segja. Þau lykilatriði sem segja til um jákvæða upplifun eru að stúlkurnar leysi áhugavert verkefni, að konur sem starfi við tækni taki á móti stúlkunum, að konurnar deili reynslu sinni af persónulegum og kynbundnum áskorunum og að lokum að kynningarefnið sé spennandi og lítið um dauðan tíma. For the last seven years Reykjavík University has invited 9th grade girls to participate in an annual Girls in ICT day suggested by the International Telecommunication Union. The aim of this research was twofold, first to evaluate the effect and outcome of participation according to the goals of Girls in ICT, and second to gather information on participant's experience of Girls in ICT. Outcome was measured with a questionnaire before and after participation of Girls in ICT. Effect on the girls' view towards people in STEM industry was measured along with effect on the girls' interest and self-efficacy. ...