„Það eru líka stúlkurnar sem eiga að passa sig, því karlmaður er alltaf karlmaður.“: Viðhorf til kynhegðunar kvenna í upphafi 20. aldar

Í lokaverkefni þessu verða hugmyndir um samfélagslegt hlutverk kvenna í upphafi 20. aldar skoðaðar og rýnt í þær siðferðilegu kröfur sem gerðar voru til þeirra á þeim grunni. Í ritgerðinni er sjónum sérstaklega beint að átökum um eðli og hlutverk kvenna í opinberri umræðu um kynferðismál og hegðun ó...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Andrea Diljá Edvinsdóttir 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35289
Description
Summary:Í lokaverkefni þessu verða hugmyndir um samfélagslegt hlutverk kvenna í upphafi 20. aldar skoðaðar og rýnt í þær siðferðilegu kröfur sem gerðar voru til þeirra á þeim grunni. Í ritgerðinni er sjónum sérstaklega beint að átökum um eðli og hlutverk kvenna í opinberri umræðu um kynferðismál og hegðun ógiftra kvenna í Reykjavík á árunum í kringum aldamótin 1900. Með þéttbýlismyndun á undir lok 19. aldar og í byrjun þeirrar 20. varð til nýr samfélagshópur ógiftra kvenna í launþegastétt í Reykjavík. Margir urðu til að tjá sig opinberlega um siðferði þessa hóps og höfðu nokkrar áhyggjur af. Talsmönnum sveitasamfélagsins þóttu konur sem fluttu á mölina ógna ríkjandi samfélagsskipan og haga sér á óæskilegan hátt sem ógnaði orðspori Íslendinga. Umræður í dagblöðum og tímaritum einkenndust af deilum um hvert væri „rétt“ og „eiginlegt“ hlutverk kvenna. Í ritgerðinni verður skoðað hvernig ógiftar konur í þéttbýli voru sem þyrnir í augum margra sem halda vildu í hefðbundin samfélagsleg kynjahlutverk. Það verður gert með því að rýna í og greina þrástef í orðræðu um eðli og hlutverk kvenna í byrjun 20. aldar eins og þau birtast í blöðum og tímaritum. Auk þess verða spurningalistar þjóðháttasafns Þjóðminjasafns nýttir til að varpa ljósi á lífsskoðanir þeirra sem uppi voru á fyrri hluta 20. aldar. Sú tilgáta verður sett fram að áhyggjur af kynhegðun ógiftra kvenna hafi í senn snúist um mótstöðu við upplausn hefðbundinna samfélagsgilda, orðspor Íslendinga meðal útlendinga og ótta við úrkynjun íslensku þjóðarinnar.