„Ok, boomer“: Áhrif aldurssamsetningar vinnuaflsins á framleiðni

Undanfarna áratugi hefur aldurssamsetning þróaðra ríkja verið að breytast. Hlutfall þeirra sem eldri eru hefur hækkað í takt við að barnabombu (e. baby boom) kynslóðin eldist. Svipuð þróun hefur átt sér stað hér á landi og gert er ráð fyrir að hlutfall þeirra sem er eldri en 65 ár muni tvöfaldast á...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Nanna Hermannsdóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/35276
Description
Summary:Undanfarna áratugi hefur aldurssamsetning þróaðra ríkja verið að breytast. Hlutfall þeirra sem eldri eru hefur hækkað í takt við að barnabombu (e. baby boom) kynslóðin eldist. Svipuð þróun hefur átt sér stað hér á landi og gert er ráð fyrir að hlutfall þeirra sem er eldri en 65 ár muni tvöfaldast á næstu 50 árum. Á sama tíma hefur hægt á framleiðnivexti og ein af þeim skýringum sem settar hafa verið fram á því snýr að lýðfræðilegum breytingum í átt að öldrun. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sambandi benda til að breytingar á aldurssamsetningu vinnuaflsins skipti máli þar sem menntun, reynsla og geta til nýsköpunar sé ekki eins yfir starfsævina. Þessi rannsókn skoðar tengsl milli aldurssamsetningar vinnuaflsins og framleiðni á Íslandi og í 14 öðrum Vestur-Evrópulöndum. Einnig er skoðað í gegnum hvaða farvegi (e. channels) áhrifin fara; fjármagnsstofn, mannauð eða fjölþáttaframleiðni. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að samband sé milli aldurs vinnuaflsins og framleiðni. Þær sýna að fólk er framleiðnast á aldrinum 35-54 ára en að framleiðni sé töluvert minni hjá 55-64 ára. Þá hafi aldurshópurinn 15-24 ára beinlínis neikvæð áhrif á framleiðni. Niðurstöðurnar benda til þess að menntunarstig sé helsti farvegur þess að þessir aldurshópar hafi mismikil áhrif á framleiðni. Þá sé fjölþáttaframleiðni einnig minniháttar farvegur en fjármagnsstofninn sé ekki farvegur fyrir þessi mismiklu áhrif. Niðurstöðurnar sýna að framleiðnivöxtur hefur verið um 0,1 prósentustigum minni hér á landi á tímabilinu 2003-2017 miðað við 1997-2002 vegna breytingar á aldurssamsetningu og að árlegur framleiðnivöxtur geti orðið 0,3 prósentustigum minni á næstu 20 árum miðað við mannfjöldaspá og að drifkrafturinn í þessari þróun sé lækkandi hlutfall fólks á aldrinum 25-45 ára. In recent decades the age composition of developed countries has been changing. The proportion of older people has risen as the baby boom generation grows older. Similar developments have taken place in Iceland and the proportion of those older than ...